Fyrst borgaði ríkið stíga – svo rukkuðu landeigendur

Fram­kvæmda­sjóð­ur ferða­mannastaða hef­ur styrkt stíga­gerð við nátt­úruperluna Múlagljúf­ur um á ann­að hundrað millj­óna króna á síð­ustu þrem­ur ár­um, en land­eig­end­ur rukka tekj­ur í gegn­um Parka. „Á gráu svæði,“ seg­ir full­trúi sjóðs­ins.

Íslenska ríkið hefur lagt 112,4 milljónir króna í lagningu göngustíga í Múlagljúfri í Öræfum á síðustu þremur árum, en landeigendur á svæðinu innleiddu á sama tíma gjaldskyldu og innheimta tekjur af malarplani við upphaf göngustígsins.  

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða, sem heyrir undir Ferðamálastofu, starfar eftir regluverki sem bannar styrkveitingu til ferðamannastaða  sem „ekki eru opnir gjaldfrjálsri umferð almennings“. Á Múlagljúfri er sjálfvirk innheimtulausn Parka notuð til að rukka þau sem koma á svæðið, á þeim forsendum að innheimtan fjármagni uppbyggingu svæðisins. Að sögn talsmanns Ferðamálastofu er horft til þess að reglur heimili styrki til staða þar sem veitt er þjónusta gegn greiðslu. Malarplanið undir Múlagljúfri telst því til veittrar þjónustu, en talsmaðurinn segir málið „á gráu svæði“. 

Sjálfsprottnar vinsældir

Múlagljúfur varð smám saman vinsæll áfangastaður fyrir fáum árum og tekur Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fram í umsögn með styrkveitingu að vinsældirnar hafi að mestu verið „sjálfsprottnar“. 

Að svæðinu liggur slóði frá Þjóðvegi 1 undir …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ferðamannalandið Ísland

Gætu allt eins verið á hálendinu
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.
Náttúran gefur og náttúran tekur: Hættuástand á ferðamannastöðum
FréttirFerðamannalandið Ísland

Nátt­úr­an gef­ur og nátt­úr­an tek­ur: Hættu­ástand á ferða­manna­stöð­um

Hættu­at­vik og slys verða flest á Suð­ur­landi þar sem ferða­manna­straum­ur er mest­ur. Sex bana­slys hafa orð­ið í Reyn­is­fjöru og fjög­ur í Silfru á Þing­völl­um. Ragn­ar Sig­urð­ur Ind­riða­son, bóndi við Reyn­is­fjöru, seg­ir ferða­mönn­um þykja spenn­andi að Reyn­is­fjara sé hættu­leg. Heim­ild­in tók sam­an slys og hætt­ur sem fylgja ís­lenskri nátt­úru og veð­ur­fari.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár