Moulin Rouge!
Tónlistarstjórn: Jón Ólafsson Danshöfundur: Kirsty McDonald Ljósahönnun: Pálmi Jónsson Hljóðhönnun: Jón Örn Eiríksson og Þorbjörn Steingrímsson Hljóðblöndun: Þórhallur Arnar Vilbergsson Leikgervi: Astrid Lynge Ottosen og Andrea Ruth Andrésdóttir Sviðsetning: Anders Albien Leikmynd: takis Búningar: Astrid Lynge Ottosen Umsjón með tónlistarútsetningum: Joakim Pedersen Myndbandsgerð: Formförbundet
Svakalegt sjónarspil sem nær stundum að fanga hjartað en ekki halda því.
Fyrir ákveðna kynslóð af söngleikjaaðdáendum markaði Moulin Rouge! þáttarskil. Kvikmynd Baz Luhrmann breytti reglunum, hækkaði allt í botn og skapaði einn eftirminnilegasta kvikmyndasöngleik seinni tíma. Til að gæta gagnsæis þá er höfundur af fyrrnefndri kynslóð. Nú má upplifa töfra Rauðu myllunnar á leiksviði í Borgarleikhúsinu undir leikstjórn Brynhildar Guðjónsdóttur. En listin, eins og lífið, er stundum þyrnum stráð.
Söngvaskáldið Christian er ungur maður í leit að sjálfum sér og hvert er betra að fara um aldamótin 1900 en til Parísar, á bólakaf í undirheima borgarinnar með bóhemum sem lifa fyrir frelsið, listina og ástina. Christian er á augabragði orðin lykilmaður í áformum tveggja listamanna til að sviðsetja leikrit í Rauðu myllunni þar sem þau jaðarsettu skemmta yfirstéttinni gegn greiðslu, og fellur samstundis fyrir stjörnu staðarins, Satine.
Moulin Rouge! er heljarinnar söngleikur og vitnisburður um hæfileikafólkið sem starfar í sviðslistum á landinu. Leikhópurinn og tónlistarfólkið gefur mikinn kraft í sýninguna en …
Athugasemdir