Eftirlegukindur  Árneshrepps

Eftirlegukindur Árneshrepps

Á Strönd­um hjálp­ast all­ir að við smala­mennsk­una. Fé er enn á fjór­um bæj­um. Þótt kind­um hafi fækk­að er leit­ar­svæð­ið enn jafn­stórt. Þang­að flykk­ist því fólk alls stað­ar að í leit­ir. Þeirra á með­al er fyrr­ver­andi Ís­lands­met­hafi í 100 kíló­metra hlaupi.

Það er enn myrkur þegar fólk fer á fætur í Finnbogastaðaskóla í Trékyllisvík í Árneshreppi á Ströndum kaldan laugardagsmorgun seint í september og gerir sig klárt í göngur og seinni réttir.

Skólinn, sem gekk nýlega í endurnýjun lífdaga þegar piltur og stúlka hófu þar skólagöngu eftir nokkur tómleg ár, er aftur orðinn fullur af lífi. Virka daga á milli rétta hefur staðarhaldarinn og leiðbeinandinn Sigrún Sverrisdóttir boðið öllum sínum gestum á grunnskólaaldri að taka þátt í skólastarfinu. „Mest voru fimm aðkomukrakkar hér í vikunni. Sjö nemendur í allt. Það er jafnmargt og var í skólanum árið 2016, áður en snarfækkaði,“ segir Davíð Már Bjarnason.

Sigrún, kona hans, rekur skólann auk þess sem þau hjónin tóku við búskap í Litlu-Ávík þegar þau fluttu í sveitina með Viktoríu, dóttur sinni, fyrir fáum árum.

HeimasætanViktoría Davíðsdóttir gerir sig klára fyrir smalamennsku dagsins.
Smalar í morgunstilluSigurjón Sigurbjörnsson, Fanney Rós Jónsdóttir …
Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár