Nanna Valgerður, hefurðu lært eitthvað af lífinu? hugsaði ég þegar ég settist niður til að skrifa. Ég veit ekki af hverju – eiginlega var það bara mamma sem notaði Valgerðarnafnið og það án þess að hún væri að skamma mig. Held ég, en ég var svo oft óhlýðin og hef aldrei verið góð í mannlegum samskiptum, bý ekki yfir miklu félagslegu innsæi, á erfitt með að skynja og skilja tilfinningar annarra – og mínar eigin líka. Líklega yrði ég núna greind með Asperger.
Ég mótaðist af því að ég ólst upp á sveitabæ og við systkinin gengum ekki í skóla framan af. Mamma kenndi okkur heima. Ég hitti aðra jafnaldra mína örsjaldan, var óvön að umgangast önnur börn, kunni fáa leiki en las ókjör af bókum af öllu tagi.
Stundum finnst mér að ég hafi fátt markvert lært eftir að ég varð fimm ára því að þá lærði ég að …
Athugasemdir