„Það sem er að gerast á Gaza er glæpur gegn lífinu,“ sagði tónlistarkonan og aðgerðasinninn Margrét Kristín Blöndal, fyrsti Íslendingurinn til að taka þátt í leiðangri með hinum svokallaða Frelsisflota, eða Gaza Freedom Flotilla, til Gaza.
„Það er skylda okkar allra að gera það sem við getum til að stöðva hryllinginn. Þess vegna tel ég það eina rétta að stíga um borð með því fólki sem tilbúið er að sigla til Gaza til þess að rjúfa ólöglegu herkvína og opna fyrir flæði mannúðaraðstoðar á svæðið,“ sagði Magga Stína áður en hún lagði af stað.
Reyndu að komast til Gaza
Ísraelsher hefur stöðvað för fjölda báta sem reyndi að komast sjóleiðina til Gaza með mannúðaraðstoð. Þau sem voru innanborðs voru handtekin, meðal annars Margrét Kristín – eða Magga Stína.
Áhafnir bátanna komu úr ýmsum áttum og samanstóðu meðal annars af aðgerðasinnum, læknum, listamönnum og lögfræðingum. Um borð voru einnig þó …

















































































































































Athugasemdir