Sjúrður Skaale, einn af tveimur þingmönnum Færeyja á danska þinginu, heimsótti Ísland í síðustu viku. Hann fundaði með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og þingflokki Samfylkingarinnar.
Sjúrður, sem er þingmaður Jafnaðarflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar, er einarður stuðningsmaður Ísraels og hefur varið hernað ísraelskra stjórnvalda á Gaza í ræðu og riti undanfarin ár.
Ræða hans á danska þinginu í maí í fyrra vakti alþjóðlega athygli en þar sagði hann Ísrael vera réttdræpt í augum múslima á Mið-Austurlöndum og þannig vera „Salman Rushdie ríkjanna“. Vísaði hann þar til rithöfundarins sem leiðtogi Íran sagði réttdræpan árið 1989 fyrir skrif sín um Múhammeð spámann.
Í ræðunni gagnrýndi Sjúrður yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna þar sem Ísrael er fordæmt fyrir brot gegn palestínsku þjóðinni og landtöku á Vesturbakkanum. „Í gegnum söguna hefur Ísrael einungis tekist að lifa af, kraftaverki líkast, með því að berja niður árásir. Í Ísrael er veikleiki það sama og tortíming,“ sagði Sjúrður.
Alþjóðleg rannsóknarnernd á …
Athugasemdir