Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Færeyskur stuðningsmaður hernaðar Ísraels á Gaza heimsótti Samfylkinguna

Sjúrð­ur Ska­ale, fær­eysk­ur þing­mað­ur fyr­ir syst­ur­flokk Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, heim­sótti Kristrúnu Frosta­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra og þing­flokk henn­ar. Hann hef­ur mark­að sér stöðu al­þjóð­lega sem stuðn­ings­mað­ur Ísra­el og hern­að­ar í Gaza.

Færeyskur stuðningsmaður hernaðar Ísraels á Gaza heimsótti Samfylkinguna
Sjúrður Skaale og Kristrún Frostadóttir Þingmaðurinn heimsótti systurflokkinn á Íslandi.

Sjúrður Skaale, einn af tveimur þingmönnum Færeyja á danska þinginu, heimsótti Ísland í síðustu viku. Hann fundaði með Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra og þingflokki Samfylkingarinnar.

Sjúrður, sem er þingmaður Jafnaðarflokksins, systurflokks Samfylkingarinnar, er einarður stuðningsmaður Ísraels og hefur varið hernað ísraelskra stjórnvalda á Gaza í ræðu og riti undanfarin ár.

Ræða hans á danska þinginu í maí í fyrra vakti alþjóðlega athygli en þar sagði hann Ísrael vera réttdræpt í augum múslima á Mið-Austurlöndum og þannig vera „Salman Rushdie ríkjanna“. Vísaði hann þar til rithöfundarins sem leiðtogi Íran sagði réttdræpan árið 1989 fyrir skrif sín um Múhammeð spámann.

Í ræðunni gagnrýndi Sjúrður yfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna þar sem Ísrael er fordæmt fyrir brot gegn palestínsku þjóðinni og landtöku á Vesturbakkanum. „Í gegnum söguna hefur Ísrael einungis tekist að lifa af, kraftaverki líkast, með því að berja niður árásir. Í Ísrael er veikleiki það sama og tortíming,“ sagði Sjúrður.

Alþjóðleg rannsóknarnernd á …

Kjósa
-1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • RS
    Richard Simm skrifaði
    So many politicians today just love war - until it comes knocking at THEIR door...
    War is obviously the latest fashion, and it really depresses me.
    3
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Sjúrður er bara venjulegur færeyingur með biblíuna á heilanum. Í Færeyjum eru kirkjurnar troðfullar á hverjum sunnudegi.
    0
    • Kristbjörn Árnason skrifaði
      Áttu við gamla testamentið? Það er ekki frítt við að sumir prestar séu einnig fastir við gamla testamentið sem er trúarrit gyðinga og túlkað ráðafólki í þessu fasista ríki sionista
      1
  • Ragnhildur L Guðmundsdóttir skrifaði
    Hann má alveg hafa sína persónulegu skoðun á málum og bara ekkert að því. Þó hann sé í "systurflokki" þá þurfum við sem betur fer ekki að vera sammála honum. Styð tveggja ríkja lausn og er á móti drápum á fólki sama hverjir og sama hvar, svo má alveg koma fram að drápin eru ekki kristileg hegðun enda á kærleiksboðorðið að ríkja hjá öllum.
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
4
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu