Bandaríkjaforseti hefur farið mikinn í ásökunum, hótunum og öðrum stóryrðum í ræðu sinni fyrir allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag, þar sem leiðtogar annarra ríkja hlýddu á.
Hann afneitaði loftslagsbreytingum, hótaði að drepa fíkniefnasmyglara og fullyrti að kristin trúarbrögð væru þau „ofsóttustu í öllum heiminum“.
„Stór hluti heimsins hefur notfært sér Bandaríkin, en ekki meir,“ sagði hann.
Þrátt fyrir að tímatakmörk séu á ræðum leiðtoganna fyrir allsherjarþinginu virðir Trump þau ekki. Hann er kominn með meira en þrefaldan ræðutíma, án þess að rautt ljós hafi farið í gang á ræðupúltinu, sem takmarkar ræðutíma annarra leiðtoga heimsins.
Aðalritari Sameinuðu þjóðanna sagði fyrr í dag í ræðu sinni að grunngildi samtakanna væri „í herkví“.
Sakar SÞ um að fjármagna árás
Trump sakaði í ræðu sinni Sameinuðu þjóðirnar um að „fjármagna árás á Vesturlönd“ í gegnum straum flóttamanna.
Ásökunin kom fram í ræðu hans fyrir allsherjarþingi SÞ, þar sem hann skaut föstum skotum …
Athugasemdir (2)