Lína Langsokkur
Leikgerð: Staffan Götestam Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson Búningar: Eva Björg Harðardóttir Dans – og sviðshreyfingar: Elma Rún Kristinsdóttir Brúðumeistari: Bernd Ogrodnik Lýsing: Ásta Jónína Arnardóttir Hljóðhönnun: Brett Smith og Þóroddur Ingvarsson Tónlist: George Riedel, Jan Johansson og Anders Berglund Tónlistarstjórn: Karl Olgeir Olgeirsson Þýðandi: Kristján Eldjárn
Lína Langsokkur er tímalaus brú á milli kynslóða, áminning um mikilvægi þess að læra af reynslunni og verða betri manneskja.
Hver kynslóð á skilið að upplifa Línu Langsokk upp á nýtt, sjálfstæðu og öðruvísi stelpuna sem lætur ekki fullorðna fólkið skipa sér fyrir en vill samt læra af reynslunni og verða betri manneskja. Laugardaginn 13. september spratt hún aftur fram á leiksviðið í Þjóðleikhúsinu undir leikstjórn Agnesar Wild, áttatíu árum eftir að Astrid Lindgren skapaði þessa ákveðnu og sterku stelpu til að gleðja dóttur sína.
Birta Sólveig Söring Þórisdóttir leikur Línu að þessu sinni og geislar af gefandi orku. Þessi nýútskrifaða leikkona setur leiksýninguna á herðar sér og skoppar með hana til leiksloka. Hún syngur, skottast, skutlast og skemmtir af miklum móð áhorfendum til mikillar kæti. Nágrannabörnin, Önnu og Tomma, eru líka leikin af nýliðum. Jakob van Oosterhout og Selma Rán Lima tóku bæði þátt í leiksýningum Þjóðleikhússins á síðasta leikári, líkt og Birta Sólveig. Fátt er ánægjulegra en að sjá ungt listafólk taka fyrstu skrefin í atvinnuleikhúsi og ekki …
Athugasemdir