Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Bandaríkin stöðvuðu ályktun öryggisráðsins um vopnahlé á Gaza

„Óá­sætt­an­legt,“ seg­ir full­trúi Banda­ríkj­anna um ákall um vopna­hlé á Gaza. Flýj­andi íbú­ar lýsa áfram­hald­andi hryll­ingi und­ir árás­um.

Bandaríkin stöðvuðu ályktun öryggisráðsins um vopnahlé á Gaza
Nei við vopnahléi Varafulltrúi Bandaríkjanna í málefnum Miðausturlanda, Morgan Ortagus, ávarpar fund Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um ástandið í Gaza, á höfuðstöðvum SÞ í New York 18. september 2025. Hún hafnaði nýjustu ályktunina sem kallaði eftir vopnahléi og aukinni mannúðaraðstoð til Gaza, sem meirihluti styður þrátt fyrir neitunarvald Bandaríkjanna. Mynd: AFP

Fulltrúar Bandaríkjanna í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna komu í dag í veg fyrir að ráðið samþykkti ályktun um tafarlaust vopnahlé í Gaza, þar sem ísraelski herinn stendur fyrir mannskæðri innrás í Gazaborg samhliða því sem alþjóðastofnanir hafa skilgreint sem þjóðarmorð á Palestínumönnum.

Ályktunin kvað á um „kröfu um fyrirvaralaust, skilyrðislaust og varanlegt vopnahlé í Gaza sem allir aðilar virða“. Sömuleiðis fólst í ályktuninni að mannúðaraðstoð yrði hleypt á svæðið. Þetta féllust Bandaríkin ekki á og beittu neitunarvaldi sínu í ráðinu. Bandaríkin hafa neitunarvald í ráðinu, sem og Bretland, Kína, Frakkland og Rússland.

„Bandaríkin hafna þessari óásættanlegu ályktun. Það er löngu tímabært að Hamas leysi alla gísla strax úr haldi og gefist samstundis upp. Bandaríkin munu áfram vinna með samstarfsaðilum sínum að því að binda enda á þessa hryllilegu átök,“ sagði fulltrúi Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Morgan Ortagus, áður en hún beitti neitunarvaldinu.

Bandaríkin beittu síðast neitunarvaldi gegn sambærilegri ályktun í júní síðastliðnum.

Fyrr í dag tóku Bandaríkin þó þátt í að fordæma loftárás Ísraels í Katar sem átti sér stað í síðustu viku.

Innrás í Gaza-borg

Ísraelski herinn sendi í dag skriðdreka og orrustuþotur til árásar á Gaza-borg, vegna fyrirhugaðrar hertöku. Ísraelsk yfirvöld hvöttu Palestínumenn til að flýja suður. Herinn tilkynnti um fráfall fjögurra hermanna.

Blaðamenn AFP og sjónarvottar sáu stöðugan straum fólks leggja leið sína suður á við, gangandi, á ökutækjum og vögnum, með fábrotnar eigur sínar staflaðar upp.

„Það er stórskotahríð, loftárásir, skothríð úr fjórhjóladrónum og öðrum drónum. Sprengjuregnið hættir aldrei,“ sagði Aya Ahmed, 32 ára, sem leitar skjóls með 13 ættingjum sínum í Gaza-borg.

„Heimurinn skilur ekki hvað er að gerast. Þeir (Ísraelar) vilja að við flytjum suður — en hvar eigum við að búa? Það eru engar tjaldbúðir, engin farartæki, engir peningar.“

Palestínumenn segja að kostnaðurinn við að komast suður hafi rokið upp, í sumum tilvikum yfir 1.000 Bandaríkjadali.

„Aðstæðurnar eru ólýsanlegar — mannfjöldi út um allt, sprengingar óma, konur og karlar gráta og öskra á meðan þau ganga með eigur sínar,“ sagði Shadi Jawad, 47 ára, og lýsti þrautagöngu fjölskyldu sinnar þegar þau flúðu heimili sitt á miðvikudag.

„Guð minn, sendu eldflaug til að taka okkur burt og lina kvölina,“ bætti hann við.

Aðgerðirnar hafa vakið reiði á alþjóðavettvangi, þar sem landsvæðið er þegar rústir einar eftir nær tveggja ára stríð og hungursneyð, sem SÞ hefur lýst yfir, ríkir í Gaza-borg og nágrenni.

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Öflugasta herveldi heims er þarna að leika sér og notar giðingana til þess að framkvæma verknaðinn.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár