Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Dregið úr framlögum til umhverfis- og orkumála

Í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­inn­ar er skor­ið nið­ur um 1,4 pró­sent til um­hverf­is- og orku­mála á sama tíma og ný metn­að­ar­full lofts­lags­áætl­un er kynnt. Formað­ur Land­vernd­ar seg­ir nið­ur­skurð ríma illa við áætl­un­ina.

Dregið úr framlögum til umhverfis- og orkumála
Jóhann Páll Jóhannsson Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra kynnti áherslur ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum í síðustu viku. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Framlög til umhverfis- og orkumála í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar lækka um 0,7 milljarða króna að raunvirði frá fjárlögum fyrra árs. Lækkunin nemur 1,4 prósent og mest er skorið niður hjá Loftslags- og orkusjóði.

Sjóðurinn, sem í daglegu tali er nefndur Orkusjóður, styður aðila sem ýmist vinna að verkefnum sem minnka losun gróðurhúsalofttegunda, binda slíkar lofttegundir varanlega eða nýta innlenda vistvæna orku betur. Lækkun styrkja til hans nemur 2,5 milljörðum króna. „Er hún í takt við fallandi eftirspurn eftir styrkjum úr sjóðnum,“ segir í frumvarpinu.

Þá fellur niður fjárveiting til tímabundinna verkefna upp á 1,1 milljarð króna. Á móti kemur hækkun á heimild til ráðstöfunar losunarheimlda sem eykst um 0,8 milljarða frá fyrra ári. „Nemur verðmæti þeirra nú alls 3,1 ma.kr., þar af 1,7 ma.kr. sem útdeilt verður til flugfélaga,“ segir í frumvarpinu.

Markmið um kolefnishlutleysi 2040

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, kynnti í síðustu viku áherslur og forgangsaðgerðir ríkisstjórnarinnar …

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár