Framlög til umhverfis- og orkumála í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar lækka um 0,7 milljarða króna að raunvirði frá fjárlögum fyrra árs. Lækkunin nemur 1,4 prósent og mest er skorið niður hjá Loftslags- og orkusjóði.
Sjóðurinn, sem í daglegu tali er nefndur Orkusjóður, styður aðila sem ýmist vinna að verkefnum sem minnka losun gróðurhúsalofttegunda, binda slíkar lofttegundir varanlega eða nýta innlenda vistvæna orku betur. Lækkun styrkja til hans nemur 2,5 milljörðum króna. „Er hún í takt við fallandi eftirspurn eftir styrkjum úr sjóðnum,“ segir í frumvarpinu.
Þá fellur niður fjárveiting til tímabundinna verkefna upp á 1,1 milljarð króna. Á móti kemur hækkun á heimild til ráðstöfunar losunarheimlda sem eykst um 0,8 milljarða frá fyrra ári. „Nemur verðmæti þeirra nú alls 3,1 ma.kr., þar af 1,7 ma.kr. sem útdeilt verður til flugfélaga,“ segir í frumvarpinu.
Markmið um kolefnishlutleysi 2040
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, kynnti í síðustu viku áherslur og forgangsaðgerðir ríkisstjórnarinnar …
Athugasemdir