Krafa um endurnýjun hjá Samfylkingunni í Reykjavík

Ný stjórn full­trúa­ráðs mun taka ákvörð­un um hvort Sam­fylk­ing­in held­ur próf­kjör fyr­ir borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar næsta vor.

Krafa um endurnýjun hjá Samfylkingunni í Reykjavík
Heiða Björg Hilmisdóttir Oddviti Samfylkingarinnar tók við af Einari Þorsteinssyni úr Framsóknarflokki eftir meirihlutaslit í febrúar. Mynd: Golli

Ný stjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík (FSR) mun vera kosin á aðalfundi þess á mánudag og í kjölfarið taka ákvörðun um hvort prófkjör verði haldið vegna borgarstjórnarkosninga næsta vor.

Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar er nokkur krafa innan flokksins um endurnýjun á framboðslista til borgarstjórnar. Viðmælendur sögðu að lítil trú væri meðal flokksmanna um að kjósendur mundu fylkja sér bak við núverandi borgarfulltrúa yrðu þeir einir í framboði í vor. Ákall sé uppi um ný andlit og einnig fleiri fulltrúa yngri kynslóða í borgarmálin.

Flokkurinn er nú með fimm borgarfulltrúa af 23, þar á meðal Heiðu Björg Hilmisdóttur borgarstjóra, en samkvæmt nýjustu könnun Maskínu er 45% borgarbúa óánægður með störf hennar en 19% ánægð. Þá mældist flokkurinn minni en Sjálfstæðisflokkurinn í könnuninni, með 25% fylgi, sem er þó töluvert meira en hann hlaut í síðustu borgarstjórnarkosningum, eða 20,5%.

Heiða Björg staðfesti í samtali við RÚV á mánudag að hún hyggðist bjóða sig …

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár