Ný stjórn fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík (FSR) mun vera kosin á aðalfundi þess á mánudag og í kjölfarið taka ákvörðun um hvort prófkjör verði haldið vegna borgarstjórnarkosninga næsta vor.
Samkvæmt upplýsingum Heimildarinnar er nokkur krafa innan flokksins um endurnýjun á framboðslista til borgarstjórnar. Viðmælendur sögðu að lítil trú væri meðal flokksmanna um að kjósendur mundu fylkja sér bak við núverandi borgarfulltrúa yrðu þeir einir í framboði í vor. Ákall sé uppi um ný andlit og einnig fleiri fulltrúa yngri kynslóða í borgarmálin.
Flokkurinn er nú með fimm borgarfulltrúa af 23, þar á meðal Heiðu Björg Hilmisdóttur borgarstjóra, en samkvæmt nýjustu könnun Maskínu er 45% borgarbúa óánægður með störf hennar en 19% ánægð. Þá mældist flokkurinn minni en Sjálfstæðisflokkurinn í könnuninni, með 25% fylgi, sem er þó töluvert meira en hann hlaut í síðustu borgarstjórnarkosningum, eða 20,5%.
Heiða Björg staðfesti í samtali við RÚV á mánudag að hún hyggðist bjóða sig …
Athugasemdir