Trump höfðar 15 milljarða dala meiðyrðamál gegn New York Times

Don­ald Trump hef­ur höfð­að 15 millj­arða dala meið­yrða­mál gegn New York Times og sak­að mið­il­inn um ára­tuga­langa ófræg­ing­ar­her­ferð. Hann krefst skaða­bóta og sektar­fjár og hef­ur einnig stefnt öðr­um fjöl­miðl­um á þessu ári.

Trump höfðar 15 milljarða dala meiðyrðamál gegn New York Times

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, höfðaði á mánudag 15 milljarða dala meiðyrðamál gegn New York Times og sakaði miðilinn um áratugalanga ófrægingarherferð knúna af „vondum ásetningi“.

Frá því að Trump sneri aftur í Hvíta húsið hefur borið meira á fjandskap hans í garð fjölmiðla. Hann hefur ítrekað gert lítið úr blaðamönnum sem gagnrýna stjórn hans, takmarkað aðgengi þeirra og höfðað mál gegn þeim.

Times greindi frá því í síðustu viku að Trump hefði hótað málsókn vegna greina um klúrt afmæliskort sem hann á að hafa ritað kynferðisbrotamanninum Jeffrey Epstein. Forsetinn hefur neitað því að hafa skrifað kortið.

„The New York Times hefur um of fengið að ljúga, smána og rægja mig, og því er nú lokið, NÚNA!“ skrifaði hann á Truth Social.

Í stefnunni eru einnig nefndir fjórir blaðamenn Times og útgefandinn Penguin Random House, samkvæmt 85 blaðsíðna skjali sem lagt var fram hjá alríkisdómstólnum í miðhluta Flórída.

Í málinu er vísað til þriggja greina sem birtust frá september til október á síðasta ári, auk bókar sem blaðamennirnir Russ Buettner og Susanne Craig gáfu út á sama tíma.

„Bókin og greinarnar eru hluti af áratugalangri herferð New York Times um vísvitandi og illgjarnan rógburð gegn Trump forseta,“ segir í stefnunni sem er dagsett mánudag.

„The Times hefur orðið að helsta, og óafsakandi, áróðursmiðli lyga gegn Trump forseta í hefðbundnum fjölmiðlum.“

New York Times hafði ekki svarað fyrirspurn AFP um málið í morgun.

Í stefnunni segir að Times hafi vísvitandi vikið frá hefðbundnum vinnubrögðum og faglegum viðmiðum blaðamennsku í umfjöllun um hann, meðal annars með því að skrifa greinar „á eins andstæðan og neikvæðan hátt og hægt er“ og veita honum ekki nægjanlegan tíma til andsvara.

„Í einföldu máli, stefndu hata forseta Trump á tilefnislausann og sjúkan hátt,“ segir í skjalinu.

Þess er krafist að Trump skuli fá að minnsta kosti 15 milljarða dala í skaðabætur og viðbótarsektir „sem ákveðnar verða við réttarhöld.“

Í júlí stefndi Trump fjölmiðlamógúlnum Rupert Murdoch og Wall Street Journal fyrir að minnsta kosti 10 milljarða dala eftir að blaðið greindi frá tilvist bókar og bréfs sem hann átti að hafa sent Epstein.

Sama mánuð komst Trump að samkomulagi við Paramount um greiðslu 16 milljóna dala vegna málsóknar um kosningaumfjöllun í 60 Minutes, flaggskipi fréttaskýringa CBS News. Hann hafði haldið því fram að þátturinn hefði blekkjandi klippt viðtal við kosningakeppinaut hans árið 2024, Kamölu Harris, henni í hag.

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    Fasisminn virðist vera að taka yfir í Bandaríkjunum. McCarthy-isminn er kominn aftur, verri en nokkru sinni fyrr.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár