Samkvæmt svörum við fyrirspurn sem skóla- og frístundasvið Reykjavíkur sendi á stjórnendur leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva um stöðu í starfsmannamálum á eftir að ráða í á vel á annað hundrað stöðugildi.
Skóla- og frístundasvið sendi skóla- og frístundaráði Reykjavíkurborgar minnisblað þess efnis 4. september síðastliðinn.
Svör bárust frá öllum stjórnendum en samkvæmt þeim er búið er að ráða í um 97,3% grunnstöðugilda í leikskólum, 98,1% í grunnskólum og um 75,3% í frístundaheimilum/sértækum félagsmiðstöðvum.
„Eftir á að ráða í 39 grunnstöðugildi í leikskólum, 46,9 stöðugildi í grunnskólum og 79 stöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum,“ segir í svarinu. „Hafa ber í huga að stjórnendur fá á næstunni í hendur uppfærðar upplýsingar um heildarstöðugildafjölda sem þeir mega ráða samkvæmt reiknilíkönum með tilliti til samsetningar barnahópsins á hverjum stað. Á þetta sérstaklega við stöðugildi vegna úthlutaðrar sérkennslu. Þessar tölur eru því birtar með fyrirvara um breytingar.“
Betri staða en í fyrra
Samkvæmt …
Athugasemdir