„Ég er ein, þannig að það er eiginlega ekki fræðilegur. Ég held ég kæmist ekki í gegnum greiðslumat.“
Þetta segir hin tæplega þrítuga Sandra H. Smáradóttir um möguleika sína á að komast inn á fasteignamarkað á Íslandi. Sandra er með meistaragráðu í mannfræði með áherslu á umhverfismál, starfar í félagsmiðstöð og leigir í miðbæ Reykjavíkur ásamt vinkonu sinni.
Minna öryggi á leigumarkaði
„Ég hata ekki að vera á leigumarkaði. Ég er heppin með leigu og leigusala og mín skoðun litast af því. Ég er mjög ánægð með leigusalann minn og á gott samband við hana. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er í góðum aðstæðum núna og hef reyndar verið það líka í fyrri íbúðum.“
Hún segist þó vera meðvituð um að það að búa í leiguhúsnæði bjóði ekki upp á mikið húsnæðisöryggi. „Íbúðin gæti selst og maður er bara með leigusamning í ákveðinn tíma.“ Sandra fór …
Athugasemdir