Finnst „mjög ólíklegt“ að geta keypt húsnæði ein

Sandra H. Smára­dótt­ir verð­ur þrí­tug síð­ar á ár­inu og leig­ir ásamt vin­konu sinni. Hún sér ekki fram á að geta kom­ist inn á fast­eigna­mark­að ein síns liðs. „Þetta á að vera hægt. Ef þetta er á ann­að borð stefn­an – að all­ir þurfa að eiga sitt – þá á þetta að vera hægt,“ seg­ir hún.

„Ég er ein, þannig að það er eiginlega ekki fræðilegur. Ég held ég kæmist ekki í gegnum greiðslumat.“

Þetta segir hin tæplega þrítuga Sandra H. Smáradóttir um möguleika sína á að komast inn á fasteignamarkað á Íslandi. Sandra er með meistaragráðu í mannfræði með áherslu á umhverfismál, starfar í félagsmiðstöð og leigir í miðbæ Reykjavíkur ásamt vinkonu sinni.

Minna öryggi á leigumarkaði

„Ég hata ekki að vera á leigumarkaði. Ég er heppin með leigu og leigusala og mín skoðun litast af því. Ég er mjög ánægð með leigusalann minn og á gott samband við hana. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ég er í góðum aðstæðum núna og hef reyndar verið það líka í fyrri íbúðum.“

Hún segist þó vera meðvituð um að það að búa í leiguhúsnæði bjóði ekki upp á mikið húsnæðisöryggi. „Íbúðin gæti selst og maður er bara með leigusamning í ákveðinn tíma.“ Sandra fór …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
„Af því að mér finnst gaman að vinna með börnum þá er ég föst heima“
ViðtalFasteignamarkaðurinn

„Af því að mér finnst gam­an að vinna með börn­um þá er ég föst heima“

Hild­ur Ið­unn Sverr­is­dótt­ir vinn­ur á leik­skóla og stefn­ir á meist­ara­gráðu í list­kenn­ara­námi. Hún býr í íbúð í bíl­skúr for­eldra sinna og veit að það verð­ur erfitt að safna fyr­ir íbúð þar sem starfs­vett­vang­ur­inn sem hún vill vera á er lágt laun­að­ur. „Það verð­ur alltaf erfitt fyr­ir mig að safna,“ seg­ir hún.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu