Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Sigurður Ingi: Fjárlagafrumvarpið „engin sleggja“

Sig­urð­ur Ingi Jó­hanns­son þing­mað­ur og formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins seg­ir að nýtt fjár­laga­frum­varp sé „eng­in sleggja til að slá nið­ur verð­bólgu og vexti.“ Hann tel­ur út­gjöld til heil­brigð­is­mála vanáætl­uð og hef­ur áhyggj­ur af tekju­lægri hóp­um sam­fé­lags­ins.

Sigurður Ingi: Fjárlagafrumvarpið „engin sleggja“
Sigurður Ingi Telur bjartsýnt að ná ríkishallanum niður í fimmtán milljarða á næsta ári. Mynd: Golli

„Fyrstu viðbrögðin voru þau að það voru engin stórtíðindi í fyrsta fjárlagafrumvarpi,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson þingmaður og formaður Framsóknarflokksins um nýtt fjárlagafrumvarp sem kynnt var í morgun. Hann bætir því við að það sé: „Engin sleggja til að slá niður verðbólgu og vexti.“ Blaðamaður spyr þá hvort hann telji frumvarpið til þess fallið að draga úr verðbólgu. Hann svarar: „Hægt og rólega.“

Aðspurður hvort honum þyki raunhæft að minnka halla ríkissjóðs niður í fimmtán milljónir á næsta ári segir Sigurður Ingi: „Þetta er bjartsýn spá. Þau byggja á því að hagvöxtur haldi áfram að vera hér öflugur og öflugri en til að mynda í Evrópu.“ Slíkt sé bjartsýnt „miðað við það að þá þyrfti ríkisstjórnin líka að vera með einhverja hvata til verðmætasköpunar í landinu öllu – sem ég hef haft áhyggjur af að þau sé ekki að leggja næga áherslu á,“ segir hann.

Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kynnti fyrr í dag fjárlagafrumvarp ársins 2026. Þar er gert ráð fyrir því að dregið verði úr hallarekstri ríkisjóðs. Áætlað er að hann verði 15 milljarðar á næsta ári en í fyrra var hallinn 62 milljarðar. Markmiðið er að árið 2027 verði ríkisrekstur hallalaus. 

Vanáætluð útgjöld til heilbrigðismála

Sigurður Ingi segist hafa áhyggjur af því að útgjöld til heilbrigðismála séu vanáætluð. „Ég hef trú á því að heilbrigðismálin munu taka meira til sín og ég er að tala af reynslu síðustu ára. Það kallar ávallt á aukið fjármagn hvort sem það er stighækkandi kostnaður við lyf eða nýja tækni,“ útskýrir hann. Því þurfi að áætla mun meira en frumvarpið geri ráð fyrir. „Talsvert meira en þau eru að leggja hér til. Þannig ég held að hér sé áskorun fyrir kerfið,“ segir hann.

Þá segir Sigurður Ingi Framsókn einnig hafa áhyggjur af tekjulægri hópum samfélagsins. „Við höfum áhyggjur af því að það verði sífellt erfiðara hjá þeim, ekki síst ungu fólki með börn. Samkvæmt þessu eru ekki neinar áætlunar um að hækka barnabætur eða annað slíkt fyrir þann hóp,“ útskýrir hann.

Má jafna lífeyri 

„Svo höfum við séð að eftir kerfisbreytingu á örorkukerfinu, þá er grunnörorkulífeyrir orðin fimmtíu þúsund krónum hærri en ellilífeyrisþega,“ segir hann og bætir við: „Ég átti von á því að það yrðu plön um að jafna það.“ 

Hann gagnrýnir einnig að ekki hafi verið sérstök útgjöld til húsnæðismála. „Hvorki til þess að auka stofnframlög eða hlutdeildarlán eða jafnvel húsnæðisbætur,“ segir hann.  

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Hlynur Jörundsson skrifaði
    Sjávar­útvegs- og landbúnaðarráðherra 2013–2016. Umhverfis- og auðlindaráðherra 2013–2014. Forsætisráðherra 2016–2017. Samgöngu- og sveitarstjórnar­ráðherra og ­ráðherra nor­rænna sam­starfs­mála 2017–2021. Innviðaráðherra 2021–2024. Fjármála- og efnahagsráðherra 2024.

    Þarf að segja meira um hræsni ?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár