Aðhald í útgjöldum einkennir fjárlagafrumvarp ársins 2026 sem Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra kynnti í morgun. Frumvarpinu er ætlað að vera stórt skref í átt að hallalausum ríkisrekstri og á það markmið að nást strax árið 2027.
Segja má að til mikils sé að vinna því vaxtagjöld ríkisins, sem hafa hækkað eftir mörg ár af hallarekstri, nema 125 milljörðum króna. Það jafngildir um 314 þúsund krónum á hvern íbúa – sem er meira en allur árlegur rekstur framhaldsskóla og háskóla á landinu.
Þrátt fyrir aðhald eru þó áætlaðar fjárveitingar til nokkurra forgangsverkefna. Þannig verða 3 milljarðar settir í uppbyggingu Sjúkrahússins á Akureyri, yfir 100 ný hjúkrunarrými reist víðs vegar um landið og öryggisdeildin á Kleppi stækkuð um helming. Þá verður fjölgað meðferðarúrræðum vegna fíknivanda, geðþjónusta barna og aldraðra efld og fimmtíu nýjum störfum bætt við lögregluna. Landhelgisgæsla, fangelsismál og snjóflóðavarnir fá einnig aukið fjármagn.
„Ríkisstjórnin mun ekki eyða um efni fram …
Athugasemdir