Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Óttast nýja stjórnmálakrísu í Frakklandi

Frakk­ar ótt­ast nýja stjórn­málakrísu þar sem minni­hluta­stjórn Franço­is Bayrou virð­ist standa frammi fyr­ir því að vera felld í at­kvæða­greiðslu um van­traust sem fram fer í sept­em­ber.

Óttast nýja stjórnmálakrísu í Frakklandi
François Bayrou, forsætisráðherra Frakka, ræðir við blaðamenn Mynd: AFP

François Bayrou, forsætisráðherra Frakklands, sem lengi hefur átt í vök að verjast, tilkynnti óvænt í gær að hann hefði beðið Emmanuel Macron forseta um að boða til aukafundar þingsins 8. september. Bayrou þarf stuðning til að knýja fram aðhaldsaðgerðir sem eiga að stemma stigu við skuldasöfnun ríkisins en helstu stjórnarandstöðuflokkarnir, frá hægri til vinstri, hafa lýst því yfir að þeir muni ekki styðja áform hans.

Yfirlýsingin barst á sama tíma og kröfur um allsherjarverkfall 10. september til mótmæla niðurskurði jukust dag frá degi.

Í dag hvatti Bayrou stjórnmálamenn til ábyrgðar og minnti á að enn væru 13 dagar til stefnu: „Þá verður að svara því hvort menn vilja standa með ábyrgð eða óreiðu,“ sagði hann. „Er hér ekki um neyðarástand að ræða - neyð til að ná jafnvægi í ríkisfjármálum, draga úr skuldasöfnun og efla framleiðslu?“ spurði forsætisráðherrann. „Þetta er kjarni málsins.“

Le Pen og Mélenchon krefjast harðra aðgerða

Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, sem hingað til hefur setið hjá í vantraustsatkvæðagreiðslum og þannig gert Bayrou kleift að halda velli, krefst nú að þingið verði leyst upp og boðað til nýrra kosninga.

Jean-Luc Mélenchon, leiðtogi óháðra vinstrimanna, sem áður hefur reynt árangurslaust að fella Bayrou, gekk enn lengra. Hann sagði Macron þurfa að segja af sér ef Bayrou yrði felldur nú. „Macron er sjálfur óreiðan,“ sagði Mélenchon og tilkynnti að hann hygðist leggja fram vantrauststillögu gegn forsetanum:  „Hann verður að fara.“

Spennustigið í frönskum stjórnmálum magnast eftir því sem styttist í forsetakosningarnar árið 2027, þegar annað kjörtímabil Macrons rennur sitt skeið. Forsetinn hefur ítrekað verið krafinn um afsögn frá því hann leysti þingið upp í fyrra eftir fylgisauka ystu hægriflokkanna í Evrópukosningum. Sú ákvörðun sökkti landinu í langvinna pólitíska krísu. Macron hefur þó staðfest að hann ætli að sitja út kjörtímabilið og vill forðast að boða til annarra skyndikosinga. Ef Bayrou verður felldur þarf forsetinn hins vegar að skipa sinn sjöunda forsætisráðherra og það myndi varpa þungum skugga yfir síðustu tvö ár hans í embætti.

Fjárlagavandi og óvinsælar aðgerðir

Bayrou tók við af Michel Barnier í desember, en hann var felldur eftir aðeins þrjá mánuði þegar franska Þjóðfylkingin sameinaðist vinstriblokkinni gegn ríkisstjórninni í deilu um fjárlög. Frakkland hefur árum saman eytt um efni fram og er nú undir þrýstingi Evrópusambandsins um að draga úr halla og skuldum.

Bayrou leggur til að sparað verði um 44 milljarða evra (um 7.000 milljarða króna). Meðal þess sem hann leggur til í því skyni er fækkun frídaga og frysting á ríkisútgjöldum. Tillögurnar, sem hann kynnti í júlí sem hluta af fjárlagafrumvarpi fyrir 2026, hafa þó mætt mikilli andstöðu í samfélaginu.

Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hvetja til þess að fundin verði farsæl lausn. Eric Lombard efnahagsráðherra hét því að „berjast“ fyrir því að ríkisstjórnin lifði af atkvæðagreiðsluna 8. september. „Ábyrgð okkar er að ná samkomulagi – landið þarf fjárlög,“ sagði hann.

Bruno Retailleau innanríkisráðherra varar við því að vantraust gæti sett af stað fjármálakreppu: „Það væri stórkostlega ábyrgðarlaust að steypa landinu í fjármálahrun sem myndi fyrst og fremst bitna á þeim sem minnst mega sín,“ sagði hann.

Markaðir bregðast við

Óvissan endurspeglaðist skýrt á hlutabréfamarkaði í París. CAC 40 vísitalan féll um tvö prósent í morgun, meira en á öðrum helstu mörkuðum Evrópu. Hlutabréf franskra banka hríðféllu og ávöxtunarkrafa á tíu ára ríkisskuldabréf hækkaði sem skýr vísbending um minnkandi traust fjárfesta til franskra skulda. Skuldir Frakklands nema nú 114 prósentum af landsframleiðslu sem sérfræðingar telja ógna fjármálastöðugleika landsins.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristjana Magnusdottir skrifaði
    Ég var fljót að læra að stafa og lesa þegar ég var krakki í skóla þrátt fyrir lélega sjón og heyrn hefði komist langt í lífinu ef ég hefði fæðst eðlileg og heilbrigð ef aðstæður hefðu boðið upp á það enn hvað um það! Það er ekki allt gefið hvað tilveran býður upp á hvað blessað lífið varðar
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár