Ísland nær ekki markmiðum um samdrátt í losun með núverandi loftslagsaðgerðum

Ís­land nær hvorki mark­miði um 41 pró­sent sam­drátt í sam­fé­lags­los­un ár­ið 2030 né skuld­bind­ing­um um sam­drátt í los­un frá land­notk­un með nú­ver­andi lofts­lags­að­gerð­um. Los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda jókst milli ár­anna 2023 og 2024 bæði hvað varð­ar sam­fé­lags­los­un og los­un í flugi og iðn­aði. Lít­il breyt­ing er á los­un frá land­notk­un milli ára.

Ísland nær ekki markmiðum um samdrátt í losun með núverandi loftslagsaðgerðum
Framræst votlendi Stærstur hluti losunar gróðurhúsalofttegunda á Íslandi er vegna landnotkunar. Mynd: Landgræðslan

Ísland nær ekki markmiði um 41 prósenta samdrátt í samfélagslosun árið 2030. Miðað er við losun ársins 2005. Þetta kemur fram í bráðabirgðaframreikningi Umhverfis- og orkustofnunar sem tekur til greina núverandi aðgerðir í loftslagsmálum. Stofnunin gaf í dag út bráðabirgðatölur um losun gróðurhúsalofttegunda árið 2024. 

Einnig má sjá að skuldbindingar Íslands um samdrátt í losun frá landnotkun á árunum 2026-2030 munu líklega ekki heldur nást með núverandi aðgerðum.

Losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi jókst milli áranna 2023 og 2024 í tveimur af þremur flokkum sem metnir eru. Þriðji flokkurinn – landnotkun – stóð nokkurn veginn í stað.

Losun jókst um tvö prósent

Samfélagslosun jókst um tvö prósent á milli ára. Hún er einn af þeim þremur flokkum sem losunarbókhaldinu er skipt í. Hinir eru viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir og landnotkun. 

Samfélagslosun felur meðal annars í sér losun frá vegasamgöngum, landbúnaði, urðun úrgangs, jarðvarmavirkjunum og fiskiskipum. 

Samfélagslosun milli áraSamdráttur í …
Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    And how much is the emission increase because of increased air traffic since the Covid pandemic?
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu