Þetta bílastæði kostar þúsund krónur

Þau sem ekki greiða inn­an fjög­urra klukku­stunda eru rukk­uð um 3.500 krón­ur í van­greiðslu­gjald.

Ferðalangar sem stöðva bifreið á malarplani nærri Fjallsárlóni og Fjallsjökli þurfa að greiða þúsund krónur í gegnum Parka-appið fyrir dvöl umfram 15 mínútur. Engin aðstaða er þó á svæðinu.

Þau sem ekki greiða innan fjögurra klukkustunda eiga von á að verð hækki í 4.500 krónur.

Bílastæðið lætur ekki mikið yfir sér. Samkvæmt eftirgrennslan Heimildarinnar er stæðið á vegum landeigenda að Kvískerjum, sem er austasti bær í Öræfum. 

Stæðið liggur skammt frá mörkum Vatnajökulsþjóðgarðs. Handan Fjallsár frá gjaldskyldustæðum við Fjallsárlón er stórt malarplan sem fellur innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar er jafnframt veitingastaður, en til þess að nýta salernisaðstöðuna þarf að hafa pantað borð eða greiða fyrir aðgang.

Bílastæðin við Fjallsárlón eru einn af á fjórða tug staða á landinu þar sem greiðslu- og eftirlitslausnir Parka hafa nýlega verið innleiddar til þess að rukka þar sem áður var hægt að stöðva og virða fyrir sér náttúruna án þess að greiða fyrir.

Skammt …

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Stella Kristjánsdóttir skrifaði
    Það þarf að búa til reglur um hvað er sanngjarnt verð uppí kostað eigenda landareignanna. En ef ríkið sá um gerð bílastæðanna eiga landeigendur ekki að rukka uppí kostnað sem þeir greiddu ekki.
    0
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Skiljanlegt að eigendur bílastæða vilji rukka gjald fyrir aðstöðuna, en lágmark að unnt sé að borga á staðnum. Öll þessi öpp eru veruleg plága.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ferðamannalandið Ísland

Gætu allt eins verið á hálendinu
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.
Náttúran gefur og náttúran tekur: Hættuástand á ferðamannastöðum
FréttirFerðamannalandið Ísland

Nátt­úr­an gef­ur og nátt­úr­an tek­ur: Hættu­ástand á ferða­manna­stöð­um

Hættu­at­vik og slys verða flest á Suð­ur­landi þar sem ferða­manna­straum­ur er mest­ur. Sex bana­slys hafa orð­ið í Reyn­is­fjöru og fjög­ur í Silfru á Þing­völl­um. Ragn­ar Sig­urð­ur Ind­riða­son, bóndi við Reyn­is­fjöru, seg­ir ferða­mönn­um þykja spenn­andi að Reyn­is­fjara sé hættu­leg. Heim­ild­in tók sam­an slys og hætt­ur sem fylgja ís­lenskri nátt­úru og veð­ur­fari.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár