Ferðalangar sem stöðva bifreið á malarplani nærri Fjallsárlóni og Fjallsjökli þurfa að greiða þúsund krónur í gegnum Parka-appið fyrir dvöl umfram 15 mínútur. Engin aðstaða er þó á svæðinu.
Þau sem ekki greiða innan fjögurra klukkustunda eiga von á að verð hækki í 4.500 krónur.
Bílastæðið lætur ekki mikið yfir sér. Samkvæmt eftirgrennslan Heimildarinnar er stæðið á vegum landeigenda að Kvískerjum, sem er austasti bær í Öræfum.
Stæðið liggur skammt frá mörkum Vatnajökulsþjóðgarðs. Handan Fjallsár frá gjaldskyldustæðum við Fjallsárlón er stórt malarplan sem fellur innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Þar er jafnframt veitingastaður, en til þess að nýta salernisaðstöðuna þarf að hafa pantað borð eða greiða fyrir aðgang.
Bílastæðin við Fjallsárlón eru einn af á fjórða tug staða á landinu þar sem greiðslu- og eftirlitslausnir Parka hafa nýlega verið innleiddar til þess að rukka þar sem áður var hægt að stöðva og virða fyrir sér náttúruna án þess að greiða fyrir.
Skammt …
Athugasemdir (2)