„Alvarlegt gáleysi sem olli þjáningu og dauða sextán kúa“

Formað­ur Dýra­vernd­ar­sam­bands­ins, Linda Kar­en Gunn­ars­dótt­ir, seg­ir að „al­var­legt gá­leysi“ hafi vald­ið því að sex­tán kýr hafi drep­ist úr gasmeng­un. Þóra Jó­hanna Jón­as­dótt­ir yf­ir­dýra­lækn­ir Mat­væla­stofn­un­ar seg­ir mál­ið til skoð­un­ar. Ekki bár­ust ábend­ing­ar um refsi­verða hátt­semi.

„Alvarlegt gáleysi sem olli þjáningu og dauða sextán kúa“
Linda Karen Gunnarsdóttir Segir að um alvarlegt gáleysi hafi verið að ræða þegar sextán kýr drápust úr gasmengun í lok júlí.

Sextán mjólkurkýr drápust vegna gasmengunar á bænum Ásgarði í Reykholtsdal í lok júlí. „Þetta er vissulega hörmulegt mál,“ segir Linda Karen Gunnarsdóttir, formaður Dýraverndarsambands Íslands. 

Kýrnar sextán drápust vegna brennisteinsvetnismengunar sem myndaðist þegar hrært var upp í haughúsinu undir fjósinu. Þær höfðu verið úti á túni en komist aftur inn í fjósið þar sem mjaltarþjón er að finna. Fimmtán kýr létust sama dag en sú sextánda lést daginn eftir atvikið. Skessuhorn greindi frá atvikinu í síðustu viku.

„Þetta hefði aldrei átt að gerast. Þarna hefði átt að gæta þess að engin dýr kæmust inn,“ segir Linda. Hún segir að eflaust hafi verið um slys að ræða. „Engu að síður er um að ræða alvarlegt gáleysi sem olli þjáningu og dauða sextán kúa. Matvælastofnun þarf að skoða þetta mál.“

Ekki ábendingar um refsiverða háttsemi

Þóra Jóhanna Jónasdóttir yfirdýralæknir Matvælastofnunar segir að málið hafi komið upp á borð hjá MAST eftir að …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Við getum ekki fullyrt framfarir með því að útvista óréttlæti. Jafnrétti ætti ekki að hafa nein landamæri. Á björtu hliðunum hefur viðskipti styrkt mig – þökk sé Pro Shelton (@SheltonSGNL á Telegram) fyrir að hafa leitt mig að yfir $397.000 í tekjum.
    0
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Því meiri fréttaflutningur af aðbúnaði dýra, þeim mun betra. Húsdýr búa almennt ekki við fullnægjandi aðstæður, jafnvel ekki á bestu bæjum, og hvað þá þar sem staðan er verri. Svo sting ég upp á nýju hattheiti, verksmiðjudýr, til að aðskilja þau frá öðrum húsdýrum. Líf verksmiðjudýranna er að jafnaði miklu verra en þeirra sem búa á hefðbundnum sveitabæjum (sem eru reyndar óðum að hverfa). Og verksmiðjurnar varðar í bak og fyrir, svo enginn geti skyggnst inn.
    3
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
5
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár