Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Gat á sjókví „í nokkurn tíma“ í Dýrafirði

Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið til­kynnti ekki um að gat væri á kvínni.

Gat á sjókví „í nokkurn tíma“ í Dýrafirði
Úr Dýrafirði Gat reyndist vera á laxeldiskví Arctic Sea Farm í nokkurn tíma. Í forgrunni eru laxeldiskvíar á vegum fyrirtækisins, en gatið reyndist vera á eldiskví utar í firðinum. Mynd: Shutterstock

Gat hefur fundist á sjókví á eldissvæði Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði. Samkvæmt fréttatilkynningu Matvælastofnunar eru vísbendingar um „að gatið hafi verið á kvínni í nokkurn tíma án þess að framleiðandi hafi tilkynnt um tilvist þess til Matvælastofnunar“.

„Matvælastofnun lítur málið alvarlegum augum og hefur hafið rannsókn,“ segir í tilkynningunni.

Laxeldisfyrirtækjum er gert að sinna eftirliti með starfsemi sinni. Samkvæmt gögnum var neðansjávareftirliti við Eyrarhlíð sinnt á 30 daga fresti líkt og reglugerð kveður á um og tilkynnt til stofnunarinnar að ekkert athugavert hefði komið fram við neðansjávareftirlitið. Gatið var u.þ.b. 20x40 cm að stærð.

Daníel JakobssonFramkvæmdastjóri Arctic Fish, sem rekur eldiskvína.

Lokið var við að slátra öllum laxi úr eldiskvínni þann 6. júlí síðastliðinn. Stofnunin hefur kallað eftir frekari gögnum frá Arctic Sea Farm sem gætu varpað skýrari ljósi á atvikið. Að rannsókn lokinni verður gefin út eftirlitsskýrsla um rannsóknina og birt á mælaborði fiskeldis á heimasíðu Matvælastofnunar.

Arctic Sea Farm hf. hefur starfsleyfi til eldis á laxfiskum með  hámarkslífmassa allt að 10.000 tonnum í sjókvíum í Dýrafirði. Félagið er að öllu leyti í eigu Arctic Fish Holding AS, sem er norskt laxeldisfyrirtæki. Endanlegt móðurfélag þess heitir MOWI ASA.

Félagið gerir upp í evrum, en það hagnaðist um 1,9 milljarða króna í fyrra og var fjöldi starfsmanna í heild 52.

Forstjóri Arctic Fish er Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og formaður bæjarráðs. Félagið heldur úti fiskeldi á tíu stöðum í fimm fjörðum: Pat­reks­firði, Tálknafirði, Arnar­f­irði, Dýraf­irði og Ísa­fjarðar­djúpi.

Kjósa
20
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
„Óbærilega vitskert að veita friðarverðlaun Nóbels til Machado“
6
Stjórnmál

„Óbæri­lega vit­skert að veita frið­ar­verð­laun Nó­bels til Machado“

Krist­inn Hrafns­son, rit­stjóri Wiki­Leaks, seg­ir Nó­bels­nefnd­ina skapa rétt­læt­ingu fyr­ir inn­rás Banda­ríkj­anna í Venesúela með því að veita María Cor­ina Machado, „klapp­stýru yf­ir­vof­andi loft­árása“, frið­ar­verð­laun. Ju­li­an Assange, stofn­andi Wiki­Leaks, hef­ur kraf­ist þess að sænska lög­regl­an frysti greiðsl­ur til Machado.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár