Gat á sjókví „í nokkurn tíma“ í Dýrafirði

Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið til­kynnti ekki um að gat væri á kvínni.

Gat á sjókví „í nokkurn tíma“ í Dýrafirði
Úr Dýrafirði Gat reyndist vera á laxeldiskví Arctic Sea Farm í nokkurn tíma. Í forgrunni eru laxeldiskvíar á vegum fyrirtækisins, en gatið reyndist vera á eldiskví utar í firðinum. Mynd: Shutterstock

Gat hefur fundist á sjókví á eldissvæði Arctic Sea Farm við Eyrarhlíð í Dýrafirði. Samkvæmt fréttatilkynningu Matvælastofnunar eru vísbendingar um „að gatið hafi verið á kvínni í nokkurn tíma án þess að framleiðandi hafi tilkynnt um tilvist þess til Matvælastofnunar“.

„Matvælastofnun lítur málið alvarlegum augum og hefur hafið rannsókn,“ segir í tilkynningunni.

Laxeldisfyrirtækjum er gert að sinna eftirliti með starfsemi sinni. Samkvæmt gögnum var neðansjávareftirliti við Eyrarhlíð sinnt á 30 daga fresti líkt og reglugerð kveður á um og tilkynnt til stofnunarinnar að ekkert athugavert hefði komið fram við neðansjávareftirlitið. Gatið var u.þ.b. 20x40 cm að stærð.

Daníel JakobssonFramkvæmdastjóri Arctic Fish, sem rekur eldiskvína.

Lokið var við að slátra öllum laxi úr eldiskvínni þann 6. júlí síðastliðinn. Stofnunin hefur kallað eftir frekari gögnum frá Arctic Sea Farm sem gætu varpað skýrari ljósi á atvikið. Að rannsókn lokinni verður gefin út eftirlitsskýrsla um rannsóknina og birt á mælaborði fiskeldis á heimasíðu Matvælastofnunar.

Arctic Sea Farm hf. hefur starfsleyfi til eldis á laxfiskum með  hámarkslífmassa allt að 10.000 tonnum í sjókvíum í Dýrafirði. Félagið er að öllu leyti í eigu Arctic Fish Holding AS, sem er norskt laxeldisfyrirtæki. Endanlegt móðurfélag þess heitir MOWI ASA.

Félagið gerir upp í evrum, en það hagnaðist um 1,9 milljarða króna í fyrra og var fjöldi starfsmanna í heild 52.

Forstjóri Arctic Fish er Daníel Jakobsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði og formaður bæjarráðs. Félagið heldur úti fiskeldi á tíu stöðum í fimm fjörðum: Pat­reks­firði, Tálknafirði, Arnar­f­irði, Dýraf­irði og Ísa­fjarðar­djúpi.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár