Aðeins eitt prósent af landbúnaði á Íslandi hefur hlotið lífræna vottun. Í dag vantar meiri hvata sem auðveldar lífræna landbúnaðarhætti og eru í samræmi við það sem tíðkast erlendis. Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd Önnu Maríu Björnsdóttur, framleiðanda og leikstjóra, sem ber heitið GRÓA og fjallar um lífrænan landbúnað á Íslandi. Myndina vann hún ásamt kvikmyndagerðarmanninum Tuma Bjarti Valdimarssyni.
Blaðamaður spyr hvort að tölfræðin hafi komið Önnu Maríu á óvart. „Mjög svo,“ svarar hún og bætir við: „Til dæmis stefnir Evrópusambandið á 25 prósent lífrænt vottað landbúnaðarland eftir fimm ár og Ísland er ennþá í einu prósenti.“ Hún segir að Ísland sé nú vissulega komið með háleitt markmið um að tífalda lífræna framleiðslu en slíkt á að gerast á næstu fimmtán árum.

„Þetta eru rosalega lágar tölur,“ segir Anna María og tekur dæmi: „Þetta eru fjórir …
Athugasemdir