Eldislaxar fundust í Haukadalsá: „Hryllingur að sjá!“

Nátt­úru­vernd­ar­sjóð­ur­inn ásamt fiski­fræð­ingi gripu þrjá eld­islaxa í Hauka­dalsá. For­stjóri MAST seg­ir erfða­grein­ing­ar geti leitt til ná­kvæmr­ar nið­ur­stöðu um það hvað­an lax­inn kem­ur, en eng­inn hef­ur til­kynnt um slysaslepp­ing­ar ný­ver­ið.

„Klukkan er að ganga 05:00 að morgni hér við Hauku. Skelfilegir hlutir eru í gangi hér. Við erum búnir að ná þremur eldislöxum í einum hyl. Náðum þó ekki nærri öllum. Klárlega eru þeir á annan tug í þessum eina hyl sem við höfum séð í nótt, Símastreng, sem er neðsti veiðistaður Hauku.“

Svona hljóða skilaboð frá Ingólfi Ásgeirssyni, stofnanda íslenska náttúruverndarsjóðsins, sem birtust á Facebook-síðu sjóðsins í morgun. Samtökin kölluðu til Jóhannesar Sturlaugssonar fiskifræðings, sem handsamaði laxa allt að 90 sentímetra að lengd, sem reyndust vera eldislaxar. Það var gert eftir að veiðimaður veiddi slíkan í ánni í gær og úr varð að Náttúruverndarsjóðurinn kannaði málið.

Hryllingur að sjá

Fram kemur í færslu Náttúruverndarsjóðsins að ómögulegt sé að segja hversu margir eldislaxar leynist í ánni, en að þeirra mati séu þeir klárlega tugir. „Vonandi ekki hundruðir,“ segir þar jafnframt, en áréttað er að ekki sé hægt að fullyrða neitt á þessari stundu.

„Hryllingur að sjá! Verður að þræða alla ána. Og árnar í Dölum. Þetta er neyðarástand!“ segir í færslunni.

Ekki er ljóst hvaðan eldislaxinn kemur, en það tekur nokkurn tíma fyrir Jóhannes Sturlaugsson að greina sýni sem tekin voru úr fiskunum sem veiddust í nótt.

„Þetta mál er rétt að byrja. Enn vitum við ekki annað en að stór ótilkynnt slepping hefur átt sér stað frá einhverju sjókvíeldisfyrirtækjanna. Hræðileg tíðindi,“ segir í færslunni, en engin slysaslepping hefur verið tilkynnt undanfarið.

Engir strokulaxar í teljurum Hafró

Það kemur því spánskt fyrir sjónir að viðtal birtist á RÚV í gær þar sem fram kom að enginn strokulax hefði sést í fyrra í myndavélateljurum sem Hafrannsóknastofnun hefur komið fyrir í 13 ám. Þrjátíu strokulaxar voru þó greindir og 42 blendingar greindust í 15 ám. Sviðsstjóri ferskvatns- og eldisfiska hjá Hafró, Guðni Guðbergsson, sagði í viðtalinu að það væri góðs viti að eldislax hefði ekki sést í teljurunum.

„Það sem gerist nú er að það virkjast teymi sem tekur á svona málum,“ segir Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar (MAST). Teymið samanstendur af fulltrúum MAST, Hafró og fiskistofu en síðastnefnda stofnunin fer nú á vettvang og metur stöðuna. „Þeir taka þá sýni og senda til rannsóknar hjá Hafró,“ útskýrir Hrönn.

Hún segir að eftir það verði staðan metin og stofnanirnar geti rakið fiskinn, ef þetta er eldisfiskur, til fyrirtækja og kvía, og mögulega atburðar, ef þetta er eldri atburður. „Rannsóknin er á frumstigum og fyrst þarf að sjá erfðagreiningu á fiskunum,“ segir Hrönn en slík greining ætti ekki að taka langan tíma.

Aðspurð segir hún eftirlitið það öflugt að sýnin geti leitt til ansi námkvæmrar niðurstöðu þar sem sýni eru tekin úr fiskum í sjókvíeldi, og því hægur vandi að rekja sleppingar, en Hrönn slær þó varnagla þar á, enda ekki víst að það sé raunin. 

MAST hefur ekki fengið neinar tilkynningar um slysasleppingar og segir að ef eitthvað refsivert komi upp úr dúrnum, þá sé það MAST sem sækir það mál.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kristján Davíðsson skrifaði
    valur@heimildin.is

    Það kemur spánskt fyrir sjónir ef ekki stendur til að uppfæra tangfærslur, sem.fram koma í þessari grein, í ljósi þess að komið hefur fram í fréttum annarra fjölmiðla að um er að ræða hnúðlax en ekki eldislax.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár