Frosti kaupir Nútímann, Sykur og fleiri vefi

Face­book-síð­an Syk­ur deil­ir nú frétt­um um eld­fim mál­efni til 28 þús­und fylgj­enda sem áð­ur sáu upp­skrift­ir og stjörnu­spár. Frosti Loga­son seg­ir Face­book-síð­urn­ar mik­il­væg­ar fyr­ir dreif­ingu efn­is­ins en frá­far­andi eig­andi seg­ist ekki koma ná­lægt efnis­tök­um.

Frosti kaupir Nútímann, Sykur og fleiri vefi
Frosti Logason Eigandi Brotkasts kaupir Nútímann sem hann hefur ritstýrt undanfarin ár.

Frosti Logason, eigandi streymisveitunnar Brotkast, kaupir vefmiðilinn Nútímann en honum hefur hann ritstýrt undanfarin ár. Með fylgja Facebook-síðurnar Sykur, Menn.is og Ske sem hafa þúsundir fylgjenda en Frosti segir það mikilvægt upp á dreifingu á efni Nútímans.

FrostAT ehf. hefur átt miðlana undanfarin ár en félagið er í eigu Sigríðar Dagnýjar Sigurbjörnsdóttir, sem einnig á útgáfufélagið Birtíng sem gefur út tímaritin Gestgjafann, Hús og híbýli og Vikuna. Þeir miðlar eru þó aðskildir Nútímanum og hinum síðunum að hennar sögn.

„Ég kem ekki nálægt neinum efnistökum“

„Frosti Logason hefur tekið við þessum miðlum og er að kaupa vefina og er með fullt ritstjórnarlegt frelsi,“ segir Sigríður í svari við fyrirspurn Heimildarinnar. „Félag mitt á vefina og þessa samfélagsmiðla sem stendur. Ég kem ekki nálægt neinum efnistökum og ekki Birtíngur.“

Frosti Logason segir að samlegðaráhrif felist í því að hann eignist þessa miðla. „Þetta lá í dvala og hún fékk mig til að blása lífi í þetta og það hefur gengið rosalega vel,“ segir hann um Nútímann. „Ég lýsti yfir áhuga á að eignast þetta og það er í ferli. Ekkert frágengið eins og er en sameiginlegt markmið okkar að ég kaupi þetta af henni. Ég er að reka Brotkast samhliða og þetta er hentugt upp á samlegðaráhrif að nýta þetta saman. Við höfum fundið ofboðslega mikinn meðbyr og ég stefni að því að sameina þetta frekar.“

„Menn.is, Sykur, Ske og fleiri síður sem ég get notað til að auka dreifingu Nútímans“

Hann segir ekki standa til að endurvekja þá vefi sem hafa verið í dvala í nokkur ár. „Ég er að díla við að fá þessar Facebook-síður upp á dreifingu efnisins á Nútímanum. Inn í þessum díl eru Menn.is, Sykur, Ske og fleiri síður sem ég get notað til að auka dreifingu Nútímans.“

Deildi áður léttu efni á Facebook

Nútíminn var áður fjölmiðill sem birti fréttir og létt efni miðað að ungu fólki og var ritstýrt af Atla Fannari Bjarkasyni. Facebook-síða nútímans er með um 23 þúsund fylgjendur. Menn.is er með 33 þúsund fylgjendur á Facebook og Ske með um 10 þúsund.

Sykur var áður hluti af Kvennablaðinu sem lengi var ritstýrt af Steinunni Ólínu Þorsteinsdóttur. Vefsíða Sykurs hefur verið óvirk í tvö ár en Facebook-síða Sykurs er með um 28 þúsund fylgjendur og deilir nú efni frá Nútímanum. Áður deildi hún léttara efni, til dæmis uppskriftum og stjörnuspám.

Nýlegar færslur sem miðillinn hefur birt og deilt eru til dæmis frétt um málfutning múslimahatarans Tommy Robinson í hlaðvarpi og grein eftir formann Samtakanna 22 sem beita sér gegn viðurkenningu transfólks innan réttindabaráttu samkynhneigðra.

„Ef einhverjum mislíkar ný efnistök er ekkert mál að „unfollowa““

Aðspurður hvernig fólk taki í að sjá eldfimara efni á Facebook-síðum sínum segir Frosti að hann hafi ekki gert sér grein fyrir því að Sykur hafi áður verið hluti af Kvennablaðinu. „Ég held að fólk sé ekki að pæla mikið í því,“ segir hann. „Ef einhverjum mislíkar ný efnistök er ekkert mál að „unfollowa“ bara. En við finnum aukningu á öllum Facebook-síðum, mikinn meðbyr og ánægju með lífið sem við erum búnir að kveikja.“

Nútíminn hefur vakið athygli fyrir efnistök sín frá því að Frosti tók við, en Siðanefnd Blaðamannafélagsins úrskurðaði í mars að Frosti og Nútíminn hefðu framið ámælisvert brot gegn siðareglum fyrir að hafa ekki leiðrétt umfjöllun sína um málefni transkonu eftir að ábendingar frá henni bárust.

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár