Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Lektor segir kröfuna um að hann verði rekinn, árás á sitt akademíska frelsi

Ingólf­ur Gísla­son seg­ir harða gagn­rýni sem hef­ur beinst að hon­um vegna mót­mæla í tengsl­um við Há­skóla Ís­lands, árás á sitt eig­ið aka­demíska frelsi. Hann seg­ir tal um að kæra hann fyr­ir brot á siða­regl­um há­skól­ans til­raun til þess að bæla nið­ur gagn­rýn­isradd­ir.

Lektor segir kröfuna um að hann verði rekinn, árás á sitt akademíska frelsi
Ingólfur Gíslason var staddur á mótmælum í sal Þjóðminjasafnsins, þar sem ísraelskur prófessor átti að halda fyrirlestur um gervigreind á vinnumarkaði. Mynd: Víkingur

„Ég lít á þessar árásir, ef einhver krefst þess að ég verði rekinn, sem árásir á mitt akademíska frelsi,“ segir Ingólfur Gíslason, lektor við menntasvið Háskóla Íslands. Hann tók þátt í mótmælum gegn ísraelskum prófessor sem hugðist halda erindi um gervigreind á vegum Gylfa Zoega, prófessors í hagfræði, í fundarsal Þjóðminjasafnsins í síðustu viku. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og Gylfi aflýsti fundinum eftir orðaskipti við mótmælendur.

Mótmælendur krefjast þess að árásum Ísraela á Palestínumenn linni og voru ósáttir við að prófessor frá Bar-Ilan-háskólanum í Ísrael fengi að halda gagnrýnislaust erindi hér á landi. Það er í anda alþjóðlegrar sniðgönguhreyfingar gegn Ísrael, þar sem mótmælendur reyna að þvinga Ísrael til að hætta árásarhernaði á Gaza. Þá halda mótmælendur því fram að háskólinn eigi í virku samstarfi við ísraelska herinn, meðal annars í gegnum svokallað „hakkathon“ með alræmdum öryggissveitum Ísraels og með því að veita námseiningar fyrir þátttöku í hernaði.

Ísraelski …

Kjósa
63
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MM
    Markus Moller skrifaði
    Lektorinn hefði átt að lesa Voltaire aftur áður en hann reyndi að þagga niðri í Ísraelsmanninum og koma þannig í veg fyrir mikilvæga umræðu. Ekki mæli ég stefnu og gerðum ísraelskra stjórnvalda bót, nema síður sé, en það er mikilvægara að beita rökum en beita yfirgangi og þöggun.
    -6
    • GH
      Greg Hill skrifaði
      Ég er sammála þér . Það er erfitt að halda áfram að styðja við samræður en nauðsynlegt í samanburði við aðra valkosti.
      0
  • ÆK
    Ævar Kjartansson skrifaði
    Hugrekki er alltaf mikilvægt, ekki síst hjá háskólafólki
    12
  • Björg Sverrisdóttir skrifaði
    Vel gert hja Ingolfi og á hann þakkir skilið fyrir að standa a móti hryllingnum sem Israelar standa fyrir. Morðingjum á alltaf að mótmæla harkalega ! Enn harkalegar en þetta !
    13
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    I see Ingólfur Gíslason standing on the right side of history and principles, incl. the ethics of academia and individual morals!
    12
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    Vel gert hjá lektornum. Maður sem þorir að standa með skoðunum sínum.
    18
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár