Lektor segir kröfuna um að hann verði rekinn, árás á sitt akademíska frelsi

Ingólf­ur Gísla­son seg­ir harða gagn­rýni sem hef­ur beinst að hon­um vegna mót­mæla í tengsl­um við Há­skóla Ís­lands, árás á sitt eig­ið aka­demíska frelsi. Hann seg­ir tal um að kæra hann fyr­ir brot á siða­regl­um há­skól­ans til­raun til þess að bæla nið­ur gagn­rýn­isradd­ir.

Lektor segir kröfuna um að hann verði rekinn, árás á sitt akademíska frelsi
Ingólfur Gíslason var staddur á mótmælum í sal Þjóðminjasafnsins, þar sem ísraelskur prófessor átti að halda fyrirlestur um gervigreind á vinnumarkaði. Mynd: Víkingur

„Ég lít á þessar árásir, ef einhver krefst þess að ég verði rekinn, sem árásir á mitt akademíska frelsi,“ segir Ingólfur Gíslason, lektor við menntasvið Háskóla Íslands. Hann tók þátt í mótmælum gegn ísraelskum prófessor sem hugðist halda erindi um gervigreind á vegum Gylfa Zoega, prófessors í hagfræði, í fundarsal Þjóðminjasafnsins í síðustu viku. Hópur mótmælenda mætti á fyrirlesturinn og Gylfi aflýsti fundinum eftir orðaskipti við mótmælendur.

Mótmælendur krefjast þess að árásum Ísraela á Palestínumenn linni og voru ósáttir við að prófessor frá Bar-Ilan-háskólanum í Ísrael fengi að halda gagnrýnislaust erindi hér á landi. Það er í anda alþjóðlegrar sniðgönguhreyfingar gegn Ísrael, þar sem mótmælendur reyna að þvinga Ísrael til að hætta árásarhernaði á Gaza. Þá halda mótmælendur því fram að háskólinn eigi í virku samstarfi við ísraelska herinn, meðal annars í gegnum svokallað „hakkathon“ með alræmdum öryggissveitum Ísraels og með því að veita námseiningar fyrir þátttöku í hernaði.

Ísraelski …

Kjósa
62
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (6)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • MM
    Markus Moller skrifaði
    Lektorinn hefði átt að lesa Voltaire aftur áður en hann reyndi að þagga niðri í Ísraelsmanninum og koma þannig í veg fyrir mikilvæga umræðu. Ekki mæli ég stefnu og gerðum ísraelskra stjórnvalda bót, nema síður sé, en það er mikilvægara að beita rökum en beita yfirgangi og þöggun.
    -6
    • GH
      Greg Hill skrifaði
      Ég er sammála þér . Það er erfitt að halda áfram að styðja við samræður en nauðsynlegt í samanburði við aðra valkosti.
      0
  • ÆK
    Ævar Kjartansson skrifaði
    Hugrekki er alltaf mikilvægt, ekki síst hjá háskólafólki
    12
  • Björg Sverrisdóttir skrifaði
    Vel gert hja Ingolfi og á hann þakkir skilið fyrir að standa a móti hryllingnum sem Israelar standa fyrir. Morðingjum á alltaf að mótmæla harkalega ! Enn harkalegar en þetta !
    13
  • MS
    Michael Schulz skrifaði
    I see Ingólfur Gíslason standing on the right side of history and principles, incl. the ethics of academia and individual morals!
    12
  • Jón M Ívarsson skrifaði
    Vel gert hjá lektornum. Maður sem þorir að standa með skoðunum sínum.
    18
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Segja hugmyndir um einföldun regluverks alls ekki fela í sér einföldun
5
Fréttir

Segja hug­mynd­ir um ein­föld­un reglu­verks alls ekki fela í sér ein­föld­un

Fé­lag heil­brigð­is- og um­hverf­is­full­trúa leggst gegn breyt­ing­um á eft­ir­litsum­hverfi fyr­ir­tækja sem ráð­herr­ar kynntu í vik­unni og mót­mæl­ir því að þær feli í sér ein­föld­un eft­ir­lits. Þá sýni til­lög­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar „mik­ið skiln­ings­leysi á mála­flokkn­um og þeim fjöl­breyttu verk­efn­um sem heil­brigðis­eft­ir­lit sinn­ir“.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
6
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár