Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Formaður Landverndar um bráðabirgðarleyfi: Virkjanir ekki smíðaðar úr legókubbum

Formað­ur Land­vernd­ar gagn­rýn­ir harð­lega bráða­birgð­ar­leyfi Lands­virkj­un­ar til þess að hefja fram­kvæmd­ir við Hvamms­virkj­un.

Formaður Landverndar um bráðabirgðarleyfi: Virkjanir ekki smíðaðar úr legókubbum
Þorgerður María Þorbjarnadóttir, formaður Landverndar, segir umhverfisráðherra hafa verið atkvæðalitlan þegar kemur að umhverfismálum.

Umhverfis- og orkustofnun veitti Landsvirkjun virkjunarleyfi til bráðabirgða vegna undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun í dag.

„Það segir sig sjálft að virkjanir eru ekki smíðaðar úr legókubbum og því varla til bráðabirgða,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, sem gagnrýnir harðlega að virkjunarleyfi sé veitt til bráðabirgða. „Það er fáránleiki að þetta sé kallað bráðabirgðarleyfi. Þarna er verið að nota almannafé til þess að fara í framkvæmdir fyrir virkjun sem er ekki með leyfi,“ bætir Þorgerður við. Hæstiréttur Íslands felldi úr gildi virkjunarleyfi Landsvirkjunar fyrr í sumar þar sem það taldist brotlegt gegn vatnshloti Þjórsár.

Lögin reyndust meingölluð vegna lagasetningar frá tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, en ný lög voru samþykkt á Alþingi í júní og því hefur Landsvirkjun sótt um virkjunarleyfi á ný.

Í tilkynningu Landsvirkjunar segir að leyfið taki til þeirra undirbúningsframkvæmda sem þegar voru hafnar á meðan á málarekstri fyrir dómstólum stóð …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÓS
    Ólöf Sverrisdóttir skrifaði
    Ég er svoo hrædd um að það verði virkjað hvað sem tautar og þessi umhverfisráðherra er ekki að standa sig hvað náttúruvernd snertir.. fæ kökk í hálsinn að hugsa um þetta..
    1
  • VK
    Víðir Kristjánsson skrifaði
    Umhverfisráðherra var búinn að fyrirskipa beint eða óbeint undirstofnun sinni að gefa út bráðabirgðarvirkjunarheimild hvað sem það þýðir í rauninni!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár