Umhverfis- og orkustofnun veitti Landsvirkjun virkjunarleyfi til bráðabirgða vegna undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun í dag.
„Það segir sig sjálft að virkjanir eru ekki smíðaðar úr legókubbum og því varla til bráðabirgða,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, sem gagnrýnir harðlega að virkjunarleyfi sé veitt til bráðabirgða. „Það er fáránleiki að þetta sé kallað bráðabirgðarleyfi. Þarna er verið að nota almannafé til þess að fara í framkvæmdir fyrir virkjun sem er ekki með leyfi,“ bætir Þorgerður við. Hæstiréttur Íslands felldi úr gildi virkjunarleyfi Landsvirkjunar fyrr í sumar þar sem það taldist brotlegt gegn vatnshloti Þjórsár.
Lögin reyndust meingölluð vegna lagasetningar frá tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, en ný lög voru samþykkt á Alþingi í júní og því hefur Landsvirkjun sótt um virkjunarleyfi á ný.
Í tilkynningu Landsvirkjunar segir að leyfið taki til þeirra undirbúningsframkvæmda sem þegar voru hafnar á meðan á málarekstri fyrir dómstólum stóð …
Athugasemdir