Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Formaður Landverndar um bráðabirgðarleyfi: Virkjanir ekki smíðaðar úr legókubbum

Formað­ur Land­vernd­ar gagn­rýn­ir harð­lega bráða­birgð­ar­leyfi Lands­virkj­un­ar til þess að hefja fram­kvæmd­ir við Hvamms­virkj­un.

Formaður Landverndar um bráðabirgðarleyfi: Virkjanir ekki smíðaðar úr legókubbum
Þorgerður María Þorbjarnadóttir, formaður Landverndar, segir umhverfisráðherra hafa verið atkvæðalitlan þegar kemur að umhverfismálum.

Umhverfis- og orkustofnun veitti Landsvirkjun virkjunarleyfi til bráðabirgða vegna undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun í dag.

„Það segir sig sjálft að virkjanir eru ekki smíðaðar úr legókubbum og því varla til bráðabirgða,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, sem gagnrýnir harðlega að virkjunarleyfi sé veitt til bráðabirgða. „Það er fáránleiki að þetta sé kallað bráðabirgðarleyfi. Þarna er verið að nota almannafé til þess að fara í framkvæmdir fyrir virkjun sem er ekki með leyfi,“ bætir Þorgerður við. Hæstiréttur Íslands felldi úr gildi virkjunarleyfi Landsvirkjunar fyrr í sumar þar sem það taldist brotlegt gegn vatnshloti Þjórsár.

Lögin reyndust meingölluð vegna lagasetningar frá tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, en ný lög voru samþykkt á Alþingi í júní og því hefur Landsvirkjun sótt um virkjunarleyfi á ný.

Í tilkynningu Landsvirkjunar segir að leyfið taki til þeirra undirbúningsframkvæmda sem þegar voru hafnar á meðan á málarekstri fyrir dómstólum stóð …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÓS
    Ólöf Sverrisdóttir skrifaði
    Ég er svoo hrædd um að það verði virkjað hvað sem tautar og þessi umhverfisráðherra er ekki að standa sig hvað náttúruvernd snertir.. fæ kökk í hálsinn að hugsa um þetta..
    1
  • VK
    Víðir Kristjánsson skrifaði
    Umhverfisráðherra var búinn að fyrirskipa beint eða óbeint undirstofnun sinni að gefa út bráðabirgðarvirkjunarheimild hvað sem það þýðir í rauninni!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár