Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Formaður Landverndar um bráðabirgðarleyfi: Virkjanir ekki smíðaðar úr legókubbum

Formað­ur Land­vernd­ar gagn­rýn­ir harð­lega bráða­birgð­ar­leyfi Lands­virkj­un­ar til þess að hefja fram­kvæmd­ir við Hvamms­virkj­un.

Formaður Landverndar um bráðabirgðarleyfi: Virkjanir ekki smíðaðar úr legókubbum
Þorgerður María Þorbjarnadóttir, formaður Landverndar, segir umhverfisráðherra hafa verið atkvæðalitlan þegar kemur að umhverfismálum.

Umhverfis- og orkustofnun veitti Landsvirkjun virkjunarleyfi til bráðabirgða vegna undirbúningsframkvæmda við Hvammsvirkjun í dag.

„Það segir sig sjálft að virkjanir eru ekki smíðaðar úr legókubbum og því varla til bráðabirgða,“ segir Þorgerður María Þorbjarnardóttir, formaður Landverndar, sem gagnrýnir harðlega að virkjunarleyfi sé veitt til bráðabirgða. „Það er fáránleiki að þetta sé kallað bráðabirgðarleyfi. Þarna er verið að nota almannafé til þess að fara í framkvæmdir fyrir virkjun sem er ekki með leyfi,“ bætir Þorgerður við. Hæstiréttur Íslands felldi úr gildi virkjunarleyfi Landsvirkjunar fyrr í sumar þar sem það taldist brotlegt gegn vatnshloti Þjórsár.

Lögin reyndust meingölluð vegna lagasetningar frá tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, en ný lög voru samþykkt á Alþingi í júní og því hefur Landsvirkjun sótt um virkjunarleyfi á ný.

Í tilkynningu Landsvirkjunar segir að leyfið taki til þeirra undirbúningsframkvæmda sem þegar voru hafnar á meðan á málarekstri fyrir dómstólum stóð …

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÓS
    Ólöf Sverrisdóttir skrifaði
    Ég er svoo hrædd um að það verði virkjað hvað sem tautar og þessi umhverfisráðherra er ekki að standa sig hvað náttúruvernd snertir.. fæ kökk í hálsinn að hugsa um þetta..
    1
  • VK
    Víðir Kristjánsson skrifaði
    Umhverfisráðherra var búinn að fyrirskipa beint eða óbeint undirstofnun sinni að gefa út bráðabirgðarvirkjunarheimild hvað sem það þýðir í rauninni!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Endurkoma Jóns Ásgeirs
2
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
3
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár