„Það er ekki rétt að slaufa einstaklingi vegna þjóðernis, kannski er hann einn af þúsundum sem mótmælir ríkisstjórn Ísraels, án þess að ég viti neitt um það,“ segir hagfræðingurinn Gylfi Zoega en hann þurfti að aflýsa fyrirlestri með ísraelska hagfræðingnum Gil Epstein út af palestínumótmælendum. Fyrirlesturinn átti að fara fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins í gær og fjalla um gervigreind og hvaða áhrif hún getur haft á vinnumarkaði, en forskriftin var: „Þegar gervigreindin spyr mannshugann: Hvers vegna ert þú hér?“ Ein lykilspurningin var hvort gervigreind geti hjálpað vestrænum samfélögum að bregðast við lægri fæðingartíðni og öldrun samfélaga með því að auka framleiðni þeirra sem eru á vinnumarkaði. Annar háskólaprófessor, Ingólfur Gíslason, lýsti yfir sigri eftir að fyrirlestrinum var slaufað vegna mótmæla.
Sagður samsekur
Gil starfa hjá Bar Ilan háskólanum í Ísrael og samkvæmt dreifiriti sem var dreift á fundinum, komu fram ásakanir um að háskólinn væri samsekur með þjóðarmorði Ísraela gagnvart …
Athugasemdir