Háskólaprófessorar takast á um ísraelskan fræðimann sem var slaufað

Hag­fræð­ing­ur­inn Gylfi Zoega gagn­rýn­ir palestínu­mót­mæl­end­ur sem stöðv­uðu fyr­ir­lest­ur ís­rea­lesk pró­fess­ors um gervi­greind. Hann seg­ir að ekki eigi að koma í veg fyr­ir að fræði­menn geti lýst nið­ur­stöð­um rann­sókna sem eru alls óskyld­ar stjórn­mál­um og styrj­öld­um.

Háskólaprófessorar takast á um ísraelskan fræðimann sem var slaufað
Gylfi Zoega reyndi að rökræða við mótmælendur en tókst ekki að sannfæra þá um að leyfa fundinum að halda áfram. Mynd: Víkingur

„Það er ekki rétt að slaufa einstaklingi vegna þjóðernis, kannski er hann einn af þúsundum sem mótmælir ríkisstjórn Ísraels, án þess að ég viti neitt um það,“ segir hagfræðingurinn Gylfi Zoega en hann þurfti að aflýsa fyrirlestri með ísraelska hagfræðingnum Gil Epstein út af palestínumótmælendum. Fyrirlesturinn átti að fara fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins í gær og fjalla um gervigreind og hvaða áhrif hún getur haft á vinnumarkaði, en forskriftin var: „Þegar gervigreindin spyr mannshugann: Hvers vegna ert þú hér?“  Ein lykilspurningin var hvort gervigreind geti hjálpað vestrænum samfélögum að bregðast við lægri fæðingartíðni og öldrun samfélaga með því að auka framleiðni þeirra sem eru á vinnumarkaði. Annar háskólaprófessor, Ingólfur Gíslason, lýsti yfir sigri eftir að fyrirlestrinum var slaufað vegna mótmæla.

Sagður samsekur

Gil starfa hjá Bar Ilan háskólanum í Ísrael og samkvæmt dreifiriti sem var dreift á fundinum, komu fram ásakanir um  að háskólinn væri samsekur með þjóðarmorði Ísraela gagnvart …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár