Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Háskólaprófessorar takast á um ísraelskan fræðimann sem var slaufað

Hag­fræð­ing­ur­inn Gylfi Zoega gagn­rýn­ir palestínu­mót­mæl­end­ur sem stöðv­uðu fyr­ir­lest­ur ís­rea­lesk pró­fess­ors um gervi­greind. Hann seg­ir að ekki eigi að koma í veg fyr­ir að fræði­menn geti lýst nið­ur­stöð­um rann­sókna sem eru alls óskyld­ar stjórn­mál­um og styrj­öld­um.

Háskólaprófessorar takast á um ísraelskan fræðimann sem var slaufað
Gylfi Zoega reyndi að rökræða við mótmælendur en tókst ekki að sannfæra þá um að leyfa fundinum að halda áfram. Mynd: Víkingur

„Það er ekki rétt að slaufa einstaklingi vegna þjóðernis, kannski er hann einn af þúsundum sem mótmælir ríkisstjórn Ísraels, án þess að ég viti neitt um það,“ segir hagfræðingurinn Gylfi Zoega en hann þurfti að aflýsa fyrirlestri með ísraelska hagfræðingnum Gil Epstein út af palestínumótmælendum. Fyrirlesturinn átti að fara fram í fundarsal Þjóðminjasafnsins í gær og fjalla um gervigreind og hvaða áhrif hún getur haft á vinnumarkaði, en forskriftin var: „Þegar gervigreindin spyr mannshugann: Hvers vegna ert þú hér?“  Ein lykilspurningin var hvort gervigreind geti hjálpað vestrænum samfélögum að bregðast við lægri fæðingartíðni og öldrun samfélaga með því að auka framleiðni þeirra sem eru á vinnumarkaði. Annar háskólaprófessor, Ingólfur Gíslason, lýsti yfir sigri eftir að fyrirlestrinum var slaufað vegna mótmæla.

Sagður samsekur

Gil starfa hjá Bar Ilan háskólanum í Ísrael og samkvæmt dreifiriti sem var dreift á fundinum, komu fram ásakanir um  að háskólinn væri samsekur með þjóðarmorði Ísraela gagnvart …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Vel gert að sröðva fyrilesturinn! Gylfi vil kannski útskýra fyrir okkur af hverju það eru ekki daglegir fyrirlestrar Rússlenskra prófesora við Háskólann.
    Hættum þessari hræsni og lokum á allt sem frá Ísrael kemur!
    7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ólst upp við listamannslíf og laus við kassahugsun
4
Viðtal

Ólst upp við lista­manns­líf og laus við kassa­hugs­un

Þór­dís Hólm Fil­ips­dótt­ir er dótt­ir rit­höf­und­ar og mynd­list­ar­manns og í upp­eld­inu skiptu orð miklu máli. Skrif eru hluti af líf­inu, sem er eins og mynd­rænt ljóð, þar sem skipt­ast á skin og skúr­ir. Áhrif seinni heims­styrj­ald­ar­inn­ar mót­uðu fjöl­skyldu­sög­una, hún leit­aði ung út í heim og flutti seinna með ung­barn og ung­lings­dótt­ur til Afr­íku. Strax í æsku lærði hún að lifa ut­an ramm­ans og stund­ar nú heild­ræn­ar lækn­ing­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár