Líkamar kvenna voru vígvöllur stríðandi fylkinga í borgarastyrjöldinni í Eþíópíu sem lauk árið 2022. Í átökunum beittu stríðsmenn kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi, nauðungarþungunum og réðust að líkömum kvenna í því skyni að koma í veg fyrir að þær gætu orðið þungaðar. Ofbeldið var kerfisbundið og hefur nú verið skilgreint sem stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyni af Mannréttindasamtökum í Afríku.
Í norðurhluta Eþíópíu er Tígrey-hérað þar sem skelfilegt stríð var háð frá árinu 2020 til 2022. Sambandsher Eþíópíu, sem studdur var af erlendum hersveitum frá Eretríu og vopnuðum sveitum frá nærliggjandi héruðum, barðist gegn stjórnmálaflokknum Tigray People's Liberation Front. Alls létust um 600.000 manns í átökunum og stríðandi öfl voru öll sökuð um voðaverk.
Meðvitað og kerfisbundið ofbeldi
Á fimmtudag birtu Mannréttindasamtökin Organization for Justice and Accountability in the Horn of Africa (OJAH) og Physicians for Human Rights (PHR) skýrslu, þar sem fram kom að viðtöl við 500 heilbrigðisstarfsmenn og félagsráðgjafa hefðu …
Athugasemdir