„Ekki drifnir áfram af kynhvöt heldur löngun til að valda sársauka og þjáningu“

„Ég var kom­in fjóra mán­uði á leið. Ég veit ekki hvort þeir átt­uðu sig á því að ég væri ólétt. Ég veit ekki hvort þeir átt­uðu sig á því að ég væri mann­eskja,“ sagði tví­tug kona sem lifði af hópnauðg­un her­manna.

„Ekki drifnir áfram af kynhvöt heldur löngun til að valda sársauka og þjáningu“

Líkamar kvenna voru vígvöllur stríðandi fylkinga í borgarastyrjöldinni í Eþíópíu sem lauk árið 2022. Í átökunum beittu stríðsmenn kerfisbundnu kynferðislegu ofbeldi, nauðungarþungunum og réðust að líkömum kvenna í því skyni að koma í veg fyrir að þær gætu orðið þungaðar. Ofbeldið var kerfisbundið og hefur nú verið skilgreint sem stríðsglæpir og glæpir gegn mannkyni af Mannréttindasamtökum í Afríku. 

Í norðurhluta Eþíópíu er Tígrey-hérað þar sem skelfilegt stríð var háð frá árinu 2020 til 2022. Sambandsher Eþíópíu, sem studdur var af erlendum hersveitum frá Eretríu og vopnuðum sveitum frá nærliggjandi héruðum, barðist gegn stjórnmálaflokknum Tigray People's Liberation Front. Alls létust um 600.000 manns í átökunum og stríðandi öfl voru öll sökuð um voðaverk.

Meðvitað og kerfisbundið ofbeldi

Á fimmtudag birtu Mannréttindasamtökin Organization for Justice and Accountability in the Horn of Africa (OJAH) og Physicians for Human Rights (PHR) skýrslu, þar sem fram kom að viðtöl við 500 heilbrigðisstarfsmenn og félagsráðgjafa hefðu …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Við erum ógeðslegasta villidýrið á þessari plánetu og það er ekki erfitt að sýna fram á það. Sannanirnar liggja allstaðar.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
1
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu