Nú er rúm vika síðan Bandaríkjaforseti, Donald Trump, náði því fram að 15 prósenta tollar yrðu lagðir á öll aðildarríki Evrópusambandsins. Löndin sem um ræðir eru misháð bandarískum markaði, sem þýðir að tollarnir sem tóku gildi nú í byrjun mánaðar leggjast misþungt á þessi ríki.
Ef mið er tekið af verðmætum er Þýskaland til að mynda langstærsti útflytjandi Evrópu til Bandaríkjanna. Bandaríski markaðurinn er mikilvægur fyrir útflutning á bílum, stálum og verkfærum. Árið 2024 nam þýskur vöruútflutningur til Bandaríkjanna nam 161,2 milljörðum evra.
Þar á eftir koma Írland og Ítalía, sem fluttu vörur að verðmæti 72 milljörðum og 64 milljörðum evra til Bandaríkjanna árið 2024, samkvæmt Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins.
Frakkland er ekki eins viðkvæmt fyrir áhrifum tollanna, þótt þar séu stórfyrirtæki í flugvélaiðnaði, matvælaiðnaði, víni og lúxusvörum sem kunna að missa markaði.
Lyfjafyrirtækin í Írlandi
Írland beinir meira en fjórðung af vöruútflutningi sínum til Bandaríkjanna. Af öllum ESB-löndunum skilar …
Athugasemdir