Þolmörk þorps

Ætla má að ein komma þrjár millj­ón ferða­manna heim­sæki Vík í Mýr­dal á þessu ári. Þorp­ið ið­ar af lífi en íbú­ar sem Heim­ild­in ræð­ir við hafa áhyggj­ur af því að inn­við­ir þoli ekki álag­ið.

Búist er við að 2,3 milljónir erlendra ferðamanna komi til Íslands á þessu ári samkvæmt Ferðamálastofu sem byggir þessar tölur á upplýsingum um brottför erlendra farþega frá Keflavíkurflugvelli. Farþegar skemmtiferðaskipa sem koma hingað eru ekki inn í þessari en þeir voru 320 þúsund í fyrra. 

Tugir þúsunda starfa við ferðaþjónustu á Íslandi. Í maí síðastliðnum störfuðu til að mynda 32 þúsund manneskjur í ferðaþjónustunni hér. Þetta kemur fram í skammtímahagvísum Hagstofunnar um ferðaþjónustu sem birtir voru um miðjan júlí. Þar segir einnig að velta samkvæmt virðisaukaskýrslum svokallaðra einkennandi greina í ferðaþjónustu hafi numið tæpum 139 milljörðum króna í mars til apríl á þessu ári sem er um sjö prósenta aukning samanborið við sama tímabil í fyrra. 

Ef spá Ferðamálastofu sem birt var í byrjun þessa árs rætist mun ferðamannastraumurinn enn sækja í sig veðrið og þá munu tæplega 2,5 milljónir erlendra gesta spóka sig á Íslandi á næsta ári og …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ferðamannalandið Ísland

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár