Sýknaður af ákæru um nauðgun – ekki hægt að sanna ásetning

Mað­ur var sýkn­að­ur fyr­ir nauðg­un í Hér­aðs­dómi Norð­ur­lands eystra fyrr í mán­uð­in­um. Taldi dóm­ur­inn að ekki væri hægt að sanna að hinn ákærði hefði haft ásetn­ing til nauðg­un­ar.

Sýknaður af ákæru um nauðgun – ekki hægt að sanna ásetning

Maður var sýknaður af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dómi sem féll 11. júlí síðastliðinn. Þrátt fyrir trúverðugan framburð brotaþola og mikla áverka þótti ekki hægt að sanna að sá ákærði hefði haft þann ásetning að nauðga henni.

Atvik málsins má rekja til sumarbústaðarferðar sem brotaþoli fór í ásamt vinum sínum til að fagna afmæli sínu í febrúar 2024. Þar segir brotaþoli að ákærði hafi nauðgað sér en hann hélt því fram að það sem hefði farið fram á milli þeirra hefði verið með samþykki hennar.

Greindi á um samþykki

Brotaþoli kvað kynmök hafa átt sér stað án samþykkis með ofbeldi og ólögmætri nauðung. Segir hún ákærða hafa afklætt sig, haldið fyrir munn hennar og tekið hálstaki og síðan haft við hana samræði og endaþarmsmök. Brotaþoli segist hafi bitið ákærða í varnarskyni, grátið og sagt honum að hætta. 

Leitaði brotaþoli á neyðarmóttöku um hádegi sama dag. Í skýrslu læknis kemur fram að á líkama hennar hafi verið greinileg merki ofbeldis, mar og húðblæðingar sem pössuðu við frásögn hennar af atvikum. 

Ákærði hélt því fram að kynmök hafi verið með samþykki brotaþola og neitaði að hafa beitt hana ofbeldi. Ákærði og brotaþoli höfðu átt í daðurslegu sambandi í aðdraganda atviksins. Í fyrra sinni er ákærði gerði sig líklegan til að afklæða brotaþola bað hún hann að stoppa og hann varð við því. Kvaðst hann hafa skilið hana svo að hún vildi bíða þess að enginn heyrði til þeirra. Ákærði sagði að endaþarmsmök hefðu mögulega átt sér stað óvart en ekki verið harkaleg. Hann gekkst ekki við brotunum.

Ákærði mætti ætla samþykki

Áverkavottorð gáfu til kynna mar og húðblæðingar sem að mati dómstólsins var ekki hægt að fullyrða um orsakir. Dómurinn taldi framburð brotaþola trúverðugan og studdan með gögnum að einhverju leyti. Hins vegar taldi dómstóllinn ekki sannað, að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi haft ásetning til nauðgunar eða að beitt hafi verið ofbeldi eða nauðung.

Talið var að ákærði hefði haft réttmæta ástæðu til að ætla að samþykki lægi fyrir, meðal annars með tilliti til aðstæðna, samskipta og viðbragða brotaþola.

Héraðsdómur Norðurlands eystra sýknaði ákærða og bótakröfum brotaþola var vísað frá.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Í öðrum glæpamálum er oft dæmt að ákærði hafi vitað eða mátt vita að þetta væri ekki í lagi. Nauðgarar njóta hinsvegar alltaf vafans.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár