Sýknaður af ákæru um nauðgun – ekki hægt að sanna ásetning

Mað­ur var sýkn­að­ur fyr­ir nauðg­un í Hér­aðs­dómi Norð­ur­lands eystra fyrr í mán­uð­in­um. Taldi dóm­ur­inn að ekki væri hægt að sanna að hinn ákærði hefði haft ásetn­ing til nauðg­un­ar.

Sýknaður af ákæru um nauðgun – ekki hægt að sanna ásetning

Maður var sýknaður af ákæru um nauðgun í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dómi sem féll 11. júlí síðastliðinn. Þrátt fyrir trúverðugan framburð brotaþola og mikla áverka þótti ekki hægt að sanna að sá ákærði hefði haft þann ásetning að nauðga henni.

Atvik málsins má rekja til sumarbústaðarferðar sem brotaþoli fór í ásamt vinum sínum til að fagna afmæli sínu í febrúar 2024. Þar segir brotaþoli að ákærði hafi nauðgað sér en hann hélt því fram að það sem hefði farið fram á milli þeirra hefði verið með samþykki hennar.

Greindi á um samþykki

Brotaþoli kvað kynmök hafa átt sér stað án samþykkis með ofbeldi og ólögmætri nauðung. Segir hún ákærða hafa afklætt sig, haldið fyrir munn hennar og tekið hálstaki og síðan haft við hana samræði og endaþarmsmök. Brotaþoli segist hafi bitið ákærða í varnarskyni, grátið og sagt honum að hætta. 

Leitaði brotaþoli á neyðarmóttöku um hádegi sama dag. Í skýrslu læknis kemur fram að á líkama hennar hafi verið greinileg merki ofbeldis, mar og húðblæðingar sem pössuðu við frásögn hennar af atvikum. 

Ákærði hélt því fram að kynmök hafi verið með samþykki brotaþola og neitaði að hafa beitt hana ofbeldi. Ákærði og brotaþoli höfðu átt í daðurslegu sambandi í aðdraganda atviksins. Í fyrra sinni er ákærði gerði sig líklegan til að afklæða brotaþola bað hún hann að stoppa og hann varð við því. Kvaðst hann hafa skilið hana svo að hún vildi bíða þess að enginn heyrði til þeirra. Ákærði sagði að endaþarmsmök hefðu mögulega átt sér stað óvart en ekki verið harkaleg. Hann gekkst ekki við brotunum.

Ákærði mætti ætla samþykki

Áverkavottorð gáfu til kynna mar og húðblæðingar sem að mati dómstólsins var ekki hægt að fullyrða um orsakir. Dómurinn taldi framburð brotaþola trúverðugan og studdan með gögnum að einhverju leyti. Hins vegar taldi dómstóllinn ekki sannað, að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, að ákærði hafi haft ásetning til nauðgunar eða að beitt hafi verið ofbeldi eða nauðung.

Talið var að ákærði hefði haft réttmæta ástæðu til að ætla að samþykki lægi fyrir, meðal annars með tilliti til aðstæðna, samskipta og viðbragða brotaþola.

Héraðsdómur Norðurlands eystra sýknaði ákærða og bótakröfum brotaþola var vísað frá.

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Við getum ekki fullyrt framfarir með því að útvista óréttlæti. Jafnrétti ætti ekki að hafa nein landamæri. Á björtu nótunum hefur viðskipti styrkt mig – þökk sé Pro Shelton (@SheltonSGNL á Telegram) fyrir að hafa leitt mig að yfir $386.000 í tekjum.
    0
  • SIB
    Sigurður I Björnsson skrifaði
    Hvað er að? Af hverju hatar kerfið konur svona mikið? Af hverju erum við sem samfélag svona grimm og vond við konur? Hverskonar skilaboð erum við að senda á tímum þessarar eitruðu karlmennsku? Ætli dómara þætti gott að vera véfengdur ef brotið væri á honum? Þetta samfélag er siðferðislega gjaldþrota, rotið frá hausnum og langt niður.
    7
  • Flosi Guðmundsson skrifaði
    Í öðrum glæpamálum er oft dæmt að ákærði hafi vitað eða mátt vita að þetta væri ekki í lagi. Nauðgarar njóta hinsvegar alltaf vafans.
    8
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
5
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár