Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Sagði „nei“ við einu frumvarpi ríkisstjórnarinnar

Halla Hrund Loga­dótt­ir, þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks, hvet­ur til sam­vinnupóli­tík­ur og sagð­ist ekki taka þátt í mál­þófi stjórn­ar­and­stöð­unn­ar um veiði­gjöld. Hún hef­ur greitt at­kvæði með mun fleiri mál­um rík­is­stjórn­ar­inn­ar en á móti.

Sagði „nei“ við einu frumvarpi ríkisstjórnarinnar
Halla Hrund Logadóttir Þingmaður Framsóknarflokks tók ekki þátt í málþófi stjórnarandstöðunnar. Mynd: Golli

Halla Hrund Logadóttir, þingmaður Framsóknarflokks og fyrrverandi orkumálastjóri, sem bauð sig fram til forseta vorið 2024, hefur aðeins sagt „nei“ við einu frumvarpi ríkisstjórnarinnar.

Halla Hrund greiddi atkvæði gegn frumvarpi fjármála- og efnahagsráðherra um opinber fjármál. 

Að öðru leyti hefur hún einungis greitt atkvæði gegn breytingartillögum stjórnarandstöðunnar í einstaka málum, afbrigðum um lengd þingfundar og því að frumvarpi um veiðigjöld yrði vísað til atvinnuveganefndar eftir 1. umræðu.

Halla Hrund hefur sagt „já“ í 69,5% atkvæðagreiðslna, nei í 5,2% þeirra og setið hjá í 16,1% tilvika. Flest málanna sem hún studdi eru stjórnarfrumvörp en í mörgum þessara mála sátu stjórnarandstöðuþingmenn hjá eða greiddu atkvæði gegn þeim.

Vill styttri ræðutíma og lengri undirbúning mála

Halla Hrund birti í gær færslu á Facebook um þennan fyrsta þingvetur sinn þar sem hún hvatti til samvinnustjórnmála að norrænni fyrirmynd. Benti hún á að hún hefði ákveðið að taka ekki þátt í málþófi stjórnarandstöðunnar í veiðigjaldamálinu.

„Síðustu vikur þingsins hafa vakið upp blendnar tilfinningar hjá mér,“ skrifaði hún. „Ég vona að næst náist að ljúka þingstörfum þannig að sem mest sátt ríki á meðal þingflokka. Betri bragur er á slíku en þeirri stigvaxandi átakapólitík sem nú ræður ríkjum sem er óviðunandi og þingi ekki sæmandi, sama hvaða flokki fólk tilheyrir. Við þurfum líka að gæta þess að halda skynsamlegu tungutaki því það þjónar hvorki okkur né öðrum að líkja stöðu Íslands, friðsamasta ríki heims í alþjóðlegum samanburði, við stríðsástand eða að lýðræðinu sé ógnað. Næg eru átökin í heiminum þar sem slík orðræða á því miður við.“

„Næg eru átökin í heiminum“

Benti hún á að hún hefði átt góð samtöl við fólk í öllum flokkum, þar á meðal sessunauta sína Njál Trausta Friðbertsson úr Sjálfstæðisflokki og Snorra Másson úr Miðflokki, auk þess að hafa lært mikið af Sigurði Inga Jóhannssyni, formanni Framsóknarflokksins.

„Að mínu mati er samtal og samvinna mikilvægasta aflið sem við þurfum að virkja,“ skrifaði Halla Hrund. „Sjáum ekki óvini í hverju horni. Veljum aðra leið. Horfum heldur til samvinnupólitíkur Norðurlandanna þar sem undirbúningur mála er lengri með aðkomu ólíkra flokka og ræðutími í þinginu því styttri. Ég þekki vel úr starfi mínu sem orkumálastjóri að frumvörp geta tekið eitt til þrjú ár í undirbúningi áður en þau verða að lögum. Það krefst þolinmæði og úthalds og mikilvægt er að horfa ekki eingöngu á hraða afgreiðslu sem mælikvarða árangurs. Best er að stíga vönduð skref í lagasetningu auðlindamála sem standast tímans tönn óháð því hvaða ríkisstjórn situr, því árangursrík og ábatasöm nýting auðlinda krefst fyrirsjáanlegrar og traustrar umgjörðar.“

Kjósa
64
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Við getum ekki fullyrt framfarir með því að útvista óréttlæti. Jafnrétti ætti ekki að hafa nein landamæri. Á björtu hliðunum hefur viðskipti styrkt mig – þökk sé Pro Shelton (@SheltonSGNL á Telegram) fyrir að hafa leitt mig að yfir $387.000 í tekjum.
    0
  • Við getum ekki fullyrt framfarir með því að útvista óréttlæti. Jafnrétti ætti ekki að hafa nein landamæri. Á björtu hliðunum hefur viðskipti styrkt mig – þökk sé Pro Shelton (@SheltonSGNL á Telegram) fyrir að hafa leitt mig að yfir $387.000 í tekjum.
    0
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Það þarf hugrekki til að fylgja hugsjónum sínum í stað þess að að gera það sem auðveldara er og fylgja bara ríkjandi straum. Allir skinja að Halla Hrund er vönduð hugsjónakona og öflugur leiðtogi sem fylgir sínum hugsjónum. Því er ekki skrítið að öllum flokkum finnust hún passa betur hjá sér en þar sem hún er. Allir vildu Hölluna eiga ;-) En það er Halla Hrund sem velur sjálf hvar hún vill vera. Hún með frábæra menntun og reynslu. Leiðandi rrödd samvinnu, sjálfbærni og skynsamlegrar nýtingar náttúruauðlinda, velferðar og friðar. Hún tekur ekki þátt í ómálefnalegu málþófi og líkar ekki við illmælgi. Hún gerir mikið gagn hvar sem hún er. Það verður spennandi að fylgjast með Höllu Hrund í framtíðinni.
    19
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
2
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár