Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu frá sér harðorða yfirlýsingu eftir að meirihluti Alþingis samþykkti að virkja 71. Grein þingskaparlaga sem takmarkar ræðutíma þingmanna. Það er gert eftir að Íslandsmet í málþófi var slegið fyrr í vikunni.
Í yfirlýsingu SFS sem formaður og framkvæmdastjóri samtakanna eru skrifuð fyrir, þau Gunnþór Ingvarsson og Heiðrún Lind Marteinsdóttir, segir að fjöldi fyrirtækja í sjávarútvegi standi frammi fyrir erfiðum ákvörðunum á næstu misserum verði frumvarpið samþykkt.
Ríkisstjórnin tilkynnti í maí að með þeim breytingum sem frumvarpið gerir ráð fyrir má áætla að álagt veiðigjald verði um 19,5 milljarðar árið 2026 en að teknu tilliti til frítekjumarks má áætla að innheimt veiðigjöld verði 17,3 milljarðar árið 2026. Án þeirrar leiðréttingar væri áætlað álagt veiðigjald um 11,2 milljarðar króna á grundvelli núgildandi laga. Frumvarpið gerir ráð fyrir að 30 stærstu sjávarútvegsfyrirtækin greiði 90% af veiðigjöldum að loknum breytingum.
Athugasemdir (1)