Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Samþykkt að slökkva á málþófi með 71. grein þingskaparlaga

Þung orð féllu í drama­tískri at­kvæða­greiðslu á Al­þingi þar sem sam­þykkt var að beita 71. grein þing­skap­ar­laga.

Samþykkt að slökkva á málþófi með 71. grein þingskaparlaga
Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra.

Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis sem lagði til 71. grein þingskaparlaga og er því gengið til atkvæðagreiðslu um umdeilt frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Um er að ræða sögulega stund en 71. Greinin hefur örsjaldan verið beitt frá stofnun lýðræðisins og þýðir í reynd að ræðutími þingmanna er takmarkaður. Greidd voru 34 atkvæði með tillögunni, 20 gegn henni.

Þung orð voru látin falla í atkvæðagreiðslunni sem var framkvæmd með nafnakalli af hálfu minnihlutans en á heildina litið var sú gagnrýni algengust að minnihlutinn liti svo á að meirihlutinn væri ófær um að koma á samningum. 

Þessu var svarað af hörku af hálfu Hönnu Katrínar Friðrikssonar, atvinnuvegaráðherra, sem sagði það lýsa samningsvilja minnihlutans, að þeir ætluðust til þess að meirihlutinn tæki upp frumvarp minnihlutans sem aftengdi grundvallarbreytingar í frumvarpi meirihlutans. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði að það hefði verið eitthvað sem fyrri ríkisstjórn hefði sjálf aldrei sætt sig við og …

Kjósa
34
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Anna Bjarnadóttir skrifaði
    Minnihlutinn hefur ekki neitunarvald á Alþingi Íslendinga. Stjórnarandstaðan hefur fengið rúman tíma til að ræða málið en þau hafa flutt 3.500 ræður í 160 klukkutíma. Einstaka ræðumenn hafa talað um 200 sinnum. Málþófið hefur teppt önnur mikilvæg mál að komast í gegnum þingið. Það var fyrir löngu mál að linnti.
    3
  • Rannveig Lind skrifaði
    Takk kærlega
    0
  • JL
    Jón Logi skrifaði
    Stjórnarandstaðan skorin niður úr snörunni.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
2
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
5
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár