Ríkisstjórnin samþykkti tillögu Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis sem lagði til 71. grein þingskaparlaga og er því gengið til atkvæðagreiðslu um umdeilt frumvarp um breytingar á veiðigjöldum. Um er að ræða sögulega stund en 71. Greinin hefur örsjaldan verið beitt frá stofnun lýðræðisins og þýðir í reynd að ræðutími þingmanna er takmarkaður. Greidd voru 34 atkvæði með tillögunni, 20 gegn henni.
Þung orð voru látin falla í atkvæðagreiðslunni sem var framkvæmd með nafnakalli af hálfu minnihlutans en á heildina litið var sú gagnrýni algengust að minnihlutinn liti svo á að meirihlutinn væri ófær um að koma á samningum.
Þessu var svarað af hörku af hálfu Hönnu Katrínar Friðrikssonar, atvinnuvegaráðherra, sem sagði það lýsa samningsvilja minnihlutans, að þeir ætluðust til þess að meirihlutinn tæki upp frumvarp minnihlutans sem aftengdi grundvallarbreytingar í frumvarpi meirihlutans. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sagði að það hefði verið eitthvað sem fyrri ríkisstjórn hefði sjálf aldrei sætt sig við og …
Athugasemdir