Fundu hátt í fjörtíu þolendur mansals hér á landi

Lög­regl­an á Ís­landi fann 36 ein­stak­linga sem grun­að­ir eru um að vera tengd­ir man­sali hér á landi. Mik­ið af því var tengt vændi.

Fundu hátt í fjörtíu þolendur mansals hér á landi
Ungverska lögreglan tók þátt í aðgerðunum, og má sjá þolanda mansals ásamt lögregluþjónum á myndinn hér fyrir ofan.

Íslenska lögreglan, ásamt fimmtán þúsund öðrum lögregluþjónum í 43 löndum, tóku þátt í meiriháttar aðgerð alþjóðlegu löggæslustofnunarinnar Europol, Frontex og Interpol, og beindist aðgerðin gegn mansali. Á Íslandi fundust 36 einstaklingar sem grunur leikur á að séu þolendur mansals, þá sérstaklega vændis, þvingaðabrotastarfsemi og betls. Aðgerðin fór fram hér á landi fyrstu vikuna í júní

Hér á landi var farið á þriðja tug staða og heimila og athugað með um 250 manns. 36 af þeim voru taldir hugsanlegir þolendur mansals og var öllum boðið viðeigandi aðstoð. Langflestir þolendurnir voru frá Rúmeníu og konur í miklum meirihluta, eða 32. Af hugsanlegum þolendum mansals seldu 34 sig í vændi, en fólkið er á aldrinum 19-54 ára. Umrædda daga voru enn fremur greind 215 flug með tilliti til hugsanlegra fórnarlamba mansals og brotamanna.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, lögreglan á Suðurnesjum, embætti ríkislögreglustjóra og tollgæslan tóku þátt í aðgerðunum.

Vopn og með þvíAlbanska lögreglan …
Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • KEP
    Kolbrún Erna Pétursdóttir skrifaði
    Hvað er þetta? Blaðamaður segir að: ,,Af hugsanlegum þolendum mansals seldu 34 sig í vændi..." Þær seldu sig varla sjálfar ef þær eru þolendur mansals. Endilega setja ábyrgðina á þolendur!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár