Minnihlutinn krafðist þess að meirihluti Alþingis tæki nýtt frumvarp minnihlutans um veiðigjöld, legði fram eins og það væri þeirra eigin frumvarp og samþykkti, ættu að nást samningar um þinglok. Þetta upplýsti Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, í viðtali við fréttastofu Sýnar og var birt á Vísi í hádeginu. Þetta var liður í samningaviðræðum á milli oddvita minnihlutans og ríkisstjórnarinnar.
Hún sagði formenn flokkanna hafa rennt umslagi sem innihélt nýtt frumvarp um veiðileyfagjöldin og ætlast til þess að ríkisstjórn Viðreisnar, Samfylkingar og Flokks fólksins legði það fram á þingi í sínu nafni, og samþykkti. Við því var ekki orðið.
„Þau lögðu fram í lokuðu umslagi, yfir borðið, sitt eigið frumvarp um veiðigjaldið og kröfðust þess að við myndum samþykkja það. Leggja það fram sem okkar eigið. Þegar við loksins komumst á þann stað að geta fengið þau til þess að ræða okkar kerfisbreytingar, þá gerðu þau þá kröfu, að kerfið tæki ekki …
Athugasemdir