Það var hart tekist á um ákvörðun Hildar Sverrisdóttur, Þingflokksmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sleit óvænt þingfundi rétt fyrir miðnætti í gær en Guðrún Hafsteinsdóttir, kom þingflokksmanni sínum til varnar. Hún spurði í snörpum umræðutíma um fundarstjórn forseta: „Af hverju upplýsti forseti ekki um lengd þingsins í gær? Af hverju var ekkert samtal á milli varaforseta og forseta?“
Kristrún Frostadóttir steig því næst upp í púlt og sagði: „Það er ótrúlegt að formaður Sjálfstæðisflokksins komi hingað upp og lýsi því að það sé eðlilegt sem gerðist í gærkvöldi. Vegna þess að einhver hafi ekki verið upplýstur um stöðu mála?“
Hún bætti svo við: Það vita allir sem þekkja til þingstarfa, að varaforseti slítur ekki fundi nema eftir samtal við forseta.“
Kristrún sagði þetta alvarlega yfirlýsingu hjá formanni flokks sem hefur í gegnum tíðina talið sig ábyrgan og stjórntækan flokk …
Athugasemdir