Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var fellt úr gildi í Hæstarétti klukkan ellefu í morgun. Hæstiréttur sagði í úrskurði sínum að það væri ekki réttarins að leiðrétta mistök við lagasetningu hjá Alþingi.
Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að breyta vatnshloti Þjórsár miðað við þágildandi lög en þeim var breytt af umhverfisráðherra í júní síðastliðnum og kom fram í málsvörn ríkis og Landsvirkjunar að mistök vegna laga frá árinu 2011 sem endurspegluðu ekki vilja löggjafans.
Svo sagði í niðurstöðunni um heimild Umhverfisstofnunar til að breyta vatnslotinu Þjórsá 1 hafi Hæstiréttur komist að þeirri niðurstöðu að þágildandi ákvæði laga um stjórn vatnamála yrðu skýrð þannig, í ljósi lögskýringargagna og meðferðar frumvarps til laganna á Alþingi, að girt hefði verið fyrir að vatnshloti yrði breytt vegna áhrifa af framkvæmdum við að reisa vatnsaflsvirkjanir. Í því sambandi var engu talið breyta þótt mistök hefðu orðið …
Athugasemdir