Það er búið að vera ansi mikið málþóf á Alþingi í sumar og mörgum leiðist umræðan ansi mikið - finnst stjórnarandstaðan misnota málfrelsi sitt all svakalega og kallar eftir því að umræðan verði stöðvuð.
Ég hef ekki séð marga sem hvetja stjórnarandstöðuna áfram hins vegar - þó þingmenn minnihluta segja að þau séu alltaf að hitta fólk sem hvetur þau áfram, þá er sá heyrist sá stuðningur ekki mikið opinberlega. Ég er líklega einn af fáum sem opinberlega hefur hvatt stjórnarandstöðuna til þess að halda málþófinu áfram, eins lengi og þau mögulega geta.
Ekki af því að mér finnst þau vera málefnaleg. Ekki af því að ég er stuðningsmaður málþófs eða á neinn hátt sammála málflutningi þeirra eða pólitík.
Ég vil að þau haldi málþófinu áfram til þess að drepa ómálefnalegu málþófspólitíkina endanlega. Ég vil að þau tali svo lengi að fólk fái æluna upp í kok þegar þau opna …
Athugasemdir