Nemendur sem eiga háskólamenntaða foreldra eru mun líklegri til að ljúka framhaldsskóla innan fjögurra ára en þeir sem eiga minna menntaða foreldra.
Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands. Þar kemur fram að um 74 prósent nýnema árið 2019, sem áttu að minnsta kosti annað foreldrið með háskólamenntun, höfðu brautskráðst árið 2023.
Til samanburðar voru það aðeins rúmlega 41 prósent þeirra nemenda sem áttu foreldra sem höfðu ekki lokið framhaldsskólastigi.
Í heildina höfðu rúm 64 prósent nýnema á framhaldsskólastigi árið 2019 lokið námi fjórum árum síðar. Það er sambærilegt hlutfalli nýnema árið áður. Tæp 15 prósent voru enn í námi árið 2023 án þess að hafa útskrifast og tæplega 21 prósent höfðu hætt námi.
Athugasemdir