Heildarlaun og þóknanir stjórnenda Árvakurs, móðurfélags Morgunblaðsins, jukust um 37,5 milljónir á milli ára. Laun þeirra fóru úr 159,5 milljónum króna árið 2023 í 197 milljónir sem nemur aukningu upp á tæpan fjórðung.
Þetta kemur fram í ársreikningi Árvakurs fyrir árið 2024. Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen eru ritstjórar Morgunblaðsins og Haraldur jafnframt framkvæmdastjóri.
Tap varð á rekstri félagsins upp á 276,7 milljónir króna á árinu en tap ársins 2023 var 39,8 milljónir.
„Þá er áhætta fólgin í starfsemi ríkisins á fjölmiðla- og póstmarkaði
„Helsta áhættan í starfsemi samstæðunnar felst í efnahagsumhverfinu á hverjum tíma sem hefur mikil áhrif á auglýsingamarkaðinn,“ segir í ársreikningnum. „Þá er áhætta fólgin í starfsemi ríkisins á fjölmiðla- og póstmarkaði og þeim ákvörðunum sem ríkisvaldið tekur um starfsemi fyrirtækja sinna á þessum mörkuðum og fjárveitingar til þeirra. Enn fremur er áhætta fólgin í sífellt aukinni samkeppni alþjóðlegra samfélagsmiðlafyrirtækja á auglýsingamarkaði.“
Athugasemdir