Heildarlaun og þóknanir stjórnenda Árvakurs, móðurfélags Morgunblaðsins, jukust um 37,5 milljónir á milli ára. Laun þeirra fóru úr 159,5 milljónum króna árið 2023 í 197 milljónir sem nemur aukningu upp á tæpan fjórðung.
Þetta kemur fram í ársreikningi Árvakurs fyrir árið 2024. Davíð Oddsson og Haraldur Johannessen eru ritstjórar Morgunblaðsins og Haraldur jafnframt framkvæmdastjóri.
Tap varð á rekstri félagsins upp á 276,7 milljónir króna á árinu en tap ársins 2023 var 39,8 milljónir.
„Þá er áhætta fólgin í starfsemi ríkisins á fjölmiðla- og póstmarkaði
„Helsta áhættan í starfsemi samstæðunnar felst í efnahagsumhverfinu á hverjum tíma sem hefur mikil áhrif á auglýsingamarkaðinn,“ segir í ársreikningnum. „Þá er áhætta fólgin í starfsemi ríkisins á fjölmiðla- og póstmarkaði og þeim ákvörðunum sem ríkisvaldið tekur um starfsemi fyrirtækja sinna á þessum mörkuðum og fjárveitingar til þeirra. Enn fremur er áhætta fólgin í sífellt aukinni samkeppni alþjóðlegra samfélagsmiðlafyrirtækja á auglýsingamarkaði.“
Ein myndin af stefnu ritstjórnarinnar að undanförnu er að þeir sem ritað hafa greinar í blaðið jafnvel marga áratugi, fá ekki birtar greinar nema þær falli algjörlega að skoðunum aðstandenda blaðsins. Undirritaður sendi grein fyrir 3 vikum og er óbirt þó fjalli um fagleg málefni varðandi rekstur hlutafélaga.
Það var mikil eftirsjá að Ólafi Stephensen að hann hafi verið hrakinn úr starfi ritstjóra á sínum tíma. Ein merkasta ákvörðun hans í ársbyrjun 2009 var að efna til vinnu blaðamanna ásamt helstu sérfræðingum þjóðarinnar að skoða alla kosti og galla við aðild að Evrópusambandinu. Þetta var eitt af því áhugaverðasta sem þá var í skoðun. Farið var í þessi mál með þekkingu í huga og málið ekki umvafið einhverjum tilfinningum og huglægum skoðunum. Það þarf að fara aftur í svona vinnu, skoða hvort einhverjar forsendur hafi breyst og hverjir eru kostir og gallar við aðild Evrópusambandinu.
Mjög líklegt þykir mér að unnt væri að ná góðum samningum enda er skilningur mikill og allsráðandi fyrir þeim sem ekki vilja nein átök af fyrra bragði.