„Við höfum beðið í tvö ár eftir niðurstöðu. Við vissum þegar við mótmæltum, að við þyrftum að horfast í augu við afleiðingar en okkur grunaði ekki að þær myndu taka svona langan tíma,“ segir Elissa Bijou. Hún og Anahita Babaei voru ákærðar fyrir að hafa farið í leyfisleysi um borð í Hval 8 og Hval 9. Þetta gerðu þær til þess að koma í veg fyrir hvalveiðar fyrirtækisins Hvals hf. Ákæran var þingfest í byrjun júní. Mótmælin áttu sér stað í september 2023.
Elissa og Anahita eru ákærðar í þremur liðum en þær segja ákæruliðina óhóflega miðað við aðgerðirnar. „Það kom okkur öllum á óvart, lögfræðistofunni, fólki sem við töluðum við í réttarsalnum og meira að segja þau sem styðja hvalveiðar eru hissa á því hversu miklu skattfé eigi að verja í málið okkar.
Þær eru ákærðar fyrir húsbrot, brot á lögum um siglingavernd og fyrir að óhlýðnast fyrirmælum …
Athugasemdir