Magnús Þór Hafsteinsson, fyrrverandi þingmaður og ritstjóri, var sá sem lést þegar bátur hans sökk úti fyrir Patreksfirði í gær. Hann var 61 árs og lætur eftir sig fjórar dætur.
Magnús Þór var menntaður búfræðingur og lauk cand. mag-prófi í fiskeldis- og rekstrarfræðum auk cand.scient-prófi í fiskifræði í Noregi. Magnús Þór starfaði við ýmislegt tengdu landbúnaði og sjávarútvegi. Til dæmis stundaði hann rannsóknir við Veiðimálastofnun og sinnti kennslu við Sjávarútvegsháskóla Noregs í Tromsö. Á tímabili vann Magnús Þór við blaðamennsku – ritstýrði ýmsum miðlum og var fréttaritari RÚV í Noregi.
Magnús Þór settist á þing fyrir Frjálslynda flokkinn árin 2003-2007 og var í nokkur ár þingflokksformaður hans. Hann gekkst síðar til liðs við Flokk fólksins en hann var oddviti hans í Norðvesturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar 2017.
Athugasemdir