Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Hitabylgjan í Suður-Evrópu: „Ekki eðlilegt“

Tíu pró­senta aukn­ing er á því að fólk leiti á bráða­mót­tök­ur á Ítal­íu vegna hita­slags. Helst eru það aldr­að­ir, krabba­meins­sjúk­ling­ar og heim­il­is­laus­ir sem hafa þurft að leita sér að­stoð­ar vegna of­þorn­un­ar, hita­slags og al­var­legr­ar þreytu.

Hitabylgjan í Suður-Evrópu: „Ekki eðlilegt“
Frá Costa da Caparica ströndinni í Almanda í Portúgal, nálægt Lissabon, í gær. Mynd: AFP

Yfirvöld í nokkrum löndum suðurhluta Evrópu hafa gefið út viðvaranir vegna heilsufarsáhættu og skógarelda þar sem búist er við að hitinn aukist enn frekar á næstu dögum.

Í Frakklandi, Ítalíu, Portúgal og Spáni hefur verið mikill hiti síðstu daga en víða hefur hitinn farið allt upp í 44 gráður. 

„Þetta er fordæmalaust,“ sagði Agnes Pannier-Runacher, umhverfisráðherra Frakklands, en í dag voru 84 af 96 héruðum á meginlandi Frakklands sett á annað hæsta viðvörunarstig vegna hita, hið svokallaða „appelsínugula“ stig.

Aðeins lítið svæði í norðvesturhluta Frakklands slapp við hitabylgjuna, samkvæmt veðurstofunni Météo France, sem spáir því að hitinn eigi eftir að ná hámarki á þriðjudag og miðvikudag.

Yfirvöld í löndum við norðurstrendur Miðjarðarhafsins hvetja fólk eindregið til að halda sig innandyra, þar sem þetta er fyrsta alvarlega hitabylgjan í sumar.

Sjúkrabílar hafa verið settir í viðbragðsstöðu nálægt vinsælum ferðamannastöðum, þar sem sérfræðingar vara við að slíkar hitabylgjur, sem aukast í tíðni og styrk vegna loftslagsbreytinga, verði sífellt algengari.

Slökkvilið er einnig í viðbragðsstöðu eftir að eldar kviknuðu í Frakklandi og Tyrklandi á sunnudag og breiddust út með sterkum vindum í hitanum.

Í síðustu viku þurftu grískir slökkviliðsmenn að glíma við skógarbál suður af Aþenu, sem varð til þess að rýma þurfti nokkur svæði.

„Ekki eðlilegt“ 

Spænska veðurstofan AEMET greindi frá því að hitinn hefði á sunnudag náð allt að 44 gráðum í héruðunum Extremadura og Andalúsíu í suður- og suðvesturhluta landsins.

Í Madríd, þar sem hitinn fór nálægt 40 gráðum, sagði ljósmyndarinn Diego Radames, 32 ára, við AFPTV: „Mér finnst þessi hiti ekki vera eðlilegur fyrir þennan árstíma.“

„Með hverju árinu sem líður finnst mér eins og hitinn aukist í Madríd – sérstaklega í miðborginni,“ bætti hann við.

Á Ítalíu hafa 21 borg víðs vegar um landið verið settar í hæsta viðvörunarstig vegna hita – þar á meðal Mílanó, Napólí, Feneyjar, Flórens, Róm og Catania.

„Við ætluðum að skoða Colosseum, en það leið næstum yfir mömmu mína,“ sagði breska ferðakonan Anna Becker, sem hafði komið til Rómar frá „mollulegu og leiðinlegu“ veðri í Verona.

Bráðamóttökur á ítölskum sjúkrahúsum hafa greint frá 10 prósenta fjölgun hitaslaga, að sögn Mario Guarino, varaformanns ítalska bráðalæknafélagsins.

„Þetta eru helst aldraðir einstaklingar, krabbameinssjúklingar og heimilislausir sem leita sér aðstoðar vegna ofþornunar, hitaslags og alvarlegrar þreytu,“ sagði hann við AFP.

„Tíðari og ákafari“ 

Fyrir stór svæði í suðurhluta Portúgals, þar á meðal í Lissabon, hefur í dag verið gefin út rauð viðvörun vegna hitans, samkvæmt portúgölsku sjávar- og loftslagsstofnuninni IPMA.

Tveir þriðju hlutar landsins voru á sunnudag á mikilli hættu vegna hita og mögulegra skógarelda – eins og einnig Sikiley, þar sem slökkvilið þurfti að bregðast við fimmtán eldum á laugardag.

Vísindamenn segja loftslagsbreytingar valda bæði tíðari og öfgafyllri hitabylgjum, einkum í borgum þar sem svokölluð „borgarhitavirkni“ (e. urban heat island effect) veldur því að hiti magnast upp á milli bygginga og í steyptu umhverfi.

„Hitabylgjur á Miðjarðarhafssvæðinu hafa orðið tíðari og ákafari á undanförnum árum,“ segir Emanuela Piervitali, vísindamaður hjá ítölsku umhverfisrannsóknastofnuninni ISPRA.

„Við búumst við frekari hækkun hitastigs og fleiri öfgum í framtíðinni, svo við verðum að venjast því að hámarkshitastig fari enn hærra en við sjáum núna,“ sagði hún við AFP.

Ágengar tegundir 

Auk hitans hefur hlýnandi loftslag leitt til þess að framandi og ágengar tegundir hafa náð fótfestu í sjónum við suðurhluta Evrópu.

ISPRA hefur nú hrundið af stað herferð þar sem sjómenn og ferðamenn eru hvattir til að tilkynna um „mögulega hættulegar“ eitraðar fisktegundir sem nú eru farnir að sjást í sjónum við suðurstrendur Ítalíu með hækkandi hitastig Miðjarðarhafsins.

Í Frakklandi hafa vísindamenn jafnframt varað við því að hitinn hafi verulega neikvæð áhrif á líffræðilegan fjölbreytileika.

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Það vantar vakningu í þessum efnum…Atriðin sem hér eru nefnd í greininni eru engar upplognar fals fréttir til að svipta fólk mannréttindum og skattleggja borgaralegar aðstæður og réttindi okkar mannanna. Þessar fréttir eru frá raunverulegum niðurstöðunum af mælingum tækja og gagna frá náttúrunni sjálfri.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
5
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár