Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Meðalbiðtími hjá endómetríósuteymi 68 dagar

Bið­tími eft­ir að­gerð­um vegna en­dómetríósu hef­ur ver­ið um 39 dag­ar en bið­list­ar eru inn­an við­mið­un­ar­marka Embætt­is land­lækn­is.

Meðalbiðtími hjá endómetríósuteymi 68 dagar
Alma Möller Heilbrigðisráðherra segir að teymi Landspítalans telji sig hafa burði til að taka við auknum fjölda sjúklinga með endómetríósu. Mynd: Golli

Þrettán sjúklingar bíða eftir þjónustu hjá endómetríósuteymi Landspítalans, þar af einn sjúklingur sem beðið hefur lengur en í 90 daga. Af þessum 13 sjúklingum hafa sex þegar fengið bókaðan tíma á næstu vikum. Meðalbiðtími og miðgildi biðtíma eftir þjónustu eru 68 dagar.

Þetta kemur fram í svari Ölmu Möller heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi.

Miðgildi biðtíma eftir aðgerð hefur verið 39 dagar hjá Landspítalanum í ár, sama hvort um er að ræða staðfesta greiningu endómetríósu eða grun um hana.

Þá sinna Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Klíníkin einnig þessum sjúklingahópi. Klíníkin framkvæmdi 202 aðgerðir í fyrra og Heilbrigðisstofnun Vesturlands sinnti 32 einstaklingum á sama tíma. Landspítalinn framkvæmdi 39 aðgerðir á einstaklingum með staðfesta endómetríósu í fyrra og 44 þar sem grunur lék á um endómetríósu.

Ekki vitað hvað margir eru greindir

Embætti landlæknis hefur ekki upplýsingar um hversu margir séu greindir með endómetríósu á Íslandi þar sem lagaheimild til að kalla eftir þeim upplýsingum skorti þar til nýverið. „Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er áætlað að endómetríósa hrjái um 10% kvenna á barneignaaldri á heimsvísu,“ segir í svarinu. „Þessi áætlun gefur ákveðna vísbendingu um algengi sjúkdómsins en ekki um nákvæman fjölda greindra einstaklinga hér á landi. Ekki liggja fyrir áform um að skrásetja endómetríósu sérstaklega, enda eru engin sértæk lagaákvæði sem kveða á um slíka skrá. Hins vegar ættu gögn að verða þekjandi eftir áðurnefnda lagabreytingu.“

„Áætlað að endómetríósa hrjái um 10% kvenna á barneignaaldri á heimsvísu“

Í svarinu kemur fram að kvenlækningateymi Landspítalans telji sig hafa getu og burði til að taka við auknum fjölda sjúklinga með endómetríósu. „Teymið hefur burði til að bæta við sig bæði einfaldari kviðsjáraðgerðum og flóknari skurðaðgerðum vegna endómetríósu,“ segir í svarinu.

„Biðlistar eru innan þeirra viðmiðunarmarka sem embætti landlæknis hefur sett og núverandi meðalbiðtími eftir kviðsjáraðgerð er um 1,3 mánuðir frá fyrstu komu á göngudeild að framkvæmd aðgerðar,“ segir ennfremur. „Auk þess eru á hverjum tíma 60–80 einstaklingar í virkri þverfaglegri meðferð á spítalanum.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Ungu fólki í blóma lífsins er allt í einu kippt út úr samfélaginu
4
ÚttektME-faraldur

Ungu fólki í blóma lífs­ins er allt í einu kippt út úr sam­fé­lag­inu

Þó svo að ME-sjúk­dóm­ur­inn hafi senni­lega ver­ið til í ald­ir hef­ur hann lengi far­ið hljótt og ver­ið lítt við­ur­kennd­ur. Ástæða þess er vænt­an­lega sú að þar til nú hef­ur ver­ið erfitt að skilja mein­gerð sjúk­dóms­ins. Þrátt fyr­ir að mjög skert lífs­gæði og að byrði sjúk­dóms­ins sé meiri en hjá sjúk­ling­um með aðra al­var­lega sjúk­dóma er þjón­usta við þá mun minni en aðra sjúk­linga­hópa.
Eini sjúkdómurinn sem kenndur er við Ísland
6
ViðtalME-faraldur

Eini sjúk­dóm­ur­inn sem kennd­ur er við Ís­land

„Þeg­ar hann sá pass­ann henn­ar hróp­aði hann upp yf­ir sig: Ice­land, Icelandic disea­se! og hún sagði hon­um að hún hefði sjálf veikst af sjúk­dómn­um,“ seg­ir Ósk­ar Þór Hall­dórs­son, sem skrif­aði bók um Ak­ur­eyr­ar­veik­ina þar sem ljósi er varp­að á al­var­leg eftir­köst veiru­sýk­inga. Áhugi vís­inda­manna á Ak­ur­eyr­ar­veik­inni sem geis­aði á miðri síð­ustu öld hef­ur ver­ið tölu­verð­ur eft­ir Covid-far­ald­ur­inn.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu