Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Meðalbiðtími hjá endómetríósuteymi 68 dagar

Bið­tími eft­ir að­gerð­um vegna en­dómetríósu hef­ur ver­ið um 39 dag­ar en bið­list­ar eru inn­an við­mið­un­ar­marka Embætt­is land­lækn­is.

Meðalbiðtími hjá endómetríósuteymi 68 dagar
Alma Möller Heilbrigðisráðherra segir að teymi Landspítalans telji sig hafa burði til að taka við auknum fjölda sjúklinga með endómetríósu. Mynd: Golli

Þrettán sjúklingar bíða eftir þjónustu hjá endómetríósuteymi Landspítalans, þar af einn sjúklingur sem beðið hefur lengur en í 90 daga. Af þessum 13 sjúklingum hafa sex þegar fengið bókaðan tíma á næstu vikum. Meðalbiðtími og miðgildi biðtíma eftir þjónustu eru 68 dagar.

Þetta kemur fram í svari Ölmu Möller heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Diljár Mistar Einarsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á Alþingi.

Miðgildi biðtíma eftir aðgerð hefur verið 39 dagar hjá Landspítalanum í ár, sama hvort um er að ræða staðfesta greiningu endómetríósu eða grun um hana.

Þá sinna Heilbrigðisstofnun Vesturlands og Klíníkin einnig þessum sjúklingahópi. Klíníkin framkvæmdi 202 aðgerðir í fyrra og Heilbrigðisstofnun Vesturlands sinnti 32 einstaklingum á sama tíma. Landspítalinn framkvæmdi 39 aðgerðir á einstaklingum með staðfesta endómetríósu í fyrra og 44 þar sem grunur lék á um endómetríósu.

Ekki vitað hvað margir eru greindir

Embætti landlæknis hefur ekki upplýsingar um hversu margir séu greindir með endómetríósu á Íslandi þar sem lagaheimild til að kalla eftir þeim upplýsingum skorti þar til nýverið. „Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) er áætlað að endómetríósa hrjái um 10% kvenna á barneignaaldri á heimsvísu,“ segir í svarinu. „Þessi áætlun gefur ákveðna vísbendingu um algengi sjúkdómsins en ekki um nákvæman fjölda greindra einstaklinga hér á landi. Ekki liggja fyrir áform um að skrásetja endómetríósu sérstaklega, enda eru engin sértæk lagaákvæði sem kveða á um slíka skrá. Hins vegar ættu gögn að verða þekjandi eftir áðurnefnda lagabreytingu.“

„Áætlað að endómetríósa hrjái um 10% kvenna á barneignaaldri á heimsvísu“

Í svarinu kemur fram að kvenlækningateymi Landspítalans telji sig hafa getu og burði til að taka við auknum fjölda sjúklinga með endómetríósu. „Teymið hefur burði til að bæta við sig bæði einfaldari kviðsjáraðgerðum og flóknari skurðaðgerðum vegna endómetríósu,“ segir í svarinu.

„Biðlistar eru innan þeirra viðmiðunarmarka sem embætti landlæknis hefur sett og núverandi meðalbiðtími eftir kviðsjáraðgerð er um 1,3 mánuðir frá fyrstu komu á göngudeild að framkvæmd aðgerðar,“ segir ennfremur. „Auk þess eru á hverjum tíma 60–80 einstaklingar í virkri þverfaglegri meðferð á spítalanum.“

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
4
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár