Ísadóra Ísfeld er 16 ára umhverfisaðgerðasinni sem fer sínar eigin leiðir, en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún áorkað ansi miklu. Hún stendur fyrir mótmælum gegn laxeldi í sjókvíum og fræðir ferðamenn um umhverfismál, semur tónlist með nígerískum rappara, kennir á leiklistarnámskeiði og keppir fyrir Íslands hönd í kínversku. Hún er virk í ungliðastarfi og var valin Ungur umhverfissinni ársins 2025 og tilnefnd sem sjálfboðaliði ársins hjá Landssambandi ungmennafélaga árið 2024. Ísadóra vonast til þess að fleiri börn og unglingar fái áhuga á umhverfismálum og vill að þau láti duglega í sér heyra á mótmælum á Austurvelli.
Heimildin hitti Ísadóru og spjallaði um umhverfismálin, afrekin og framtíðina yfir tebolla. Hún mætir blaðamanni glaðleg í fasi og í litríkum fötum sem lífga upp á gráa íslenska sumarið. Ísadóra er nýútskrifuð úr Laugalækjarskóla og vinnur nú sem aðstoðarkennari á leiklistarnámskeiðum fyrir börn og í Ísbúð Laugalækjar. Upp á síðkastið hefur hún verið …
Athugasemdir